fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Leitar ráða því hann er „alltof“ skotinn í eiginkonunni – „Er þetta eðlilegt? Þarf ég að gera eitthvað?“

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 18:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla manns á síðunni Reddit sem spurði „Hvers vegna laðast ég alltof mikið að eiginkonu minni?“ hefur breiðst út sem eldur í sinu á Internetinu fyrir augljósar ástæður. Meðal annars hefur færslunni verið deilt á Twitter þar sem um 50 þúsund einstaklingar hafa endurtíst henni sem og hafa fréttamiðlar víða um heim gert henni skil á vefsíðum sínum.

Í færslunni skrifar maðurinn:

„Ég veit að þetta hljómar furðulega. En ég hef verið með eiginkonu minni í um áratug. Átta árá föstu og svo tvö ár gift. Mér hefur alltaf fundist hún falleg og ótrúlega kynþokkafull, en upp á síðkastið er ég með hana á heilanum.“

Maðurinn bætti við: „Mér finnst eins og hún sé of kynþokkafull. Ég get ekki hætt að stara á hana þegar við erum í sama herberginu.“

Hann spurði svo aðra Reddit-notendur hvort þetta væri eðlilegt.

„Er þetta eðlilegt? Þarf ég að gera eitthvað? Ég er búin að reyna að leita að ráðum á Netinu en ég hef ekkert fundið. Ég hef enga vini eða fjölskyldu til að ræða þetta við.“

Aðrir notendur deildu þá í athugasemdum svipuðum ástarjátningum til maka sinna.

Einn skrifaði: „Ekki hafa neinar áhyggjur. Ég hef upplifað það sama í mínu 26 ára hjónabandi. Sum árin eru svona. Önnur ár er laðast ég bara venjulega að henni.“

Annar skrifaði: „Þú getur ekki laðast OF mikið að konu þinni. Ég hef verið giftur minni í 21 ár og ég horfi enn á hana eins og þú lýstir að þú horfir á þína.“

Þá skrifaði höfundur færslunnar: „Fyrstu árin átti ég ekki svona erfitt með mig að var ekki stöðugt að bögga hana um „gæðastundir“. En núna get ég ekki hætt að hugsa um að sofa hjá henni út af því hversu geðbilað kynþokkafull hún er orðin í huga mér. Mér líður svolítið eins og þegar ég var 13 og sá Elisabeth Hurley í sjónvarpinu.“

Eftir að færslunni var deilt á Twitter hafa margir deilt skoðunum sínum á henni.

„Þetta er besta sanna sambands/hjónabands saga sem ég hef séð á Netinu í langan tíma. Ég væri til í að vera í þessari stöðu,“ tísti ein.

„Herra mínir, hér getum við séð einn af bræðrum okkar sem hefur fundið drottninguna sína og þar með orðinn sannur konungur. Til hamingju bróðir.“

Hér má svo sjá nokkur viðbrögð til viðbótar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta situr ennþá í mér í dag“

„Þetta situr ennþá í mér í dag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt