fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Orðlaus þegar vinnuveitandi sagði umsækjanda „of feita“ fyrir starfið – „Ég bara trúði því ekki að hann léti þetta frá sér skriflega“

Fókus
Laugardaginn 27. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem vinnur við ráðningar varð orðlaus þegar vinnuveitandi vildi hafna umsækjanda fyrir að vera „of feit“.

Faye Angeletta, sem vinnur á ráðningarstofu í Bretlandi, deildi færslu um málið á LinkedIn þar sem hún deildi líka skjáskoti af samskiptum sínum við umræddan vinnuveitanda þar sem hann deildi afstöðu sinni til konu sem Faye hafði vísað í atvinnuviðtal til hans.

„Þetta gekk vel. Hún þekkir markaðinn og er vel læs á svæðið. Það eina sem truflar mig er að hún er ekki með þeim grennstu. Ég er ekki að vera með fitufordóma en þetta var frekar fráhrindandi. Frambærileiki skiptir okkur máli og þú veist að við erum með „standard“ fyrir starfsfólkið okkar. Ég er ekki að segja nei, en allur pakkinn – reynsla og líka útlit – er lykilatriði fyrir okkur. Ég þarf að tala við nokkra í viðbót og læt þig vita í næstu viku.“ 

Faye segir í færslu sinni að hún hafi einnig rætt við vinnuveitandann í síma og þar hafi hann sagt: „Ég hef áhyggjur af stigunum sem við erum með í sýningarherberginu eða að hún gæti fengið hjartaáfall.“

Faye segir að hún hafi orðið orðlaus. „Hann var slímugur, hryllilegur maður. Hann hló í símanum. Þessi konan notar föt í stærð 16 sem er meðalstærð kvenna í Bretlandi. Þetta er bara galið.“

Faye talaði svo við umsækjandann sem hafði nýlega greinst með krabbamein og var að taka steralyf, og ákvað að koma hreint fram við hana svo hún gæti forðast að skipta við umræddan vinnustað í framtíðinni.

„Ég er búin að vinna við ráðningar í sjö ár. Þetta var ótrúlegt. Ég bara trúði því ekki að hann léti þetta frá sér skriflega. Ég sé um ráðningar fyrir fasteignasölur sem selja nýbyggingar og þetta er bransi fullur af gullfallegu fólki.“ 

Faye segir að í vissum störfum sé eðlilegt að krefjast þess að fólk sé vel til haft og sé snyrtilegt. En það eigi þó að ráða inn hæfustu umsækjendurna frekar en þá sem eru mest aðlaðandi.

„En ef þú ætlar að ráða inn fólk byggt á útliti frekar en hæfileikum þá ættir þú kannski frekar að hafa samband við tískuskrifstofu. Eðlilega er ég búin að draga skjólstæðing minn út úr umsóknarferlinu og hef tilkynnt vinnuveitandanum að við höfum engan áhuga á að starfa með honum. Hann sá ekki vandamálið (auðvitað) og skellti á mig auk þess sem hann henti í mig nokkrum ónotum.“ 

Faye segir að stærð sé ekki það eina sem atvinnuleitendum sé mismunað vegna. Nýlega hafi konu verið neita um starf þar sem hún var að fara að gifta sig og vinnuveitandinn óttaðist að hún hefði hug á barneignum fljótlega.

„Þessi unga kona var að fara að gifta sig eftir þrjá mánuði og hann sagði: „Er hún að fara að gifta sig? Þú veist hvað það þýðir.“ Ég svaraði að ég vissi ekki hvað það þýddi og hann svaraði því að hann þyrfti starfsmann sem gæti helgað sig starfinu og að fólk breyttist þegar það eignast börn.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“