fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Sjáðu kostulegt myndband: Wilshere ætlaði að setja heimsmet en það runnu á hann tvær grímur þegar hann sá þessa treyju – ,,Þetta er ekki að fara að gerast“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 09:00

Mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Wilshere var gabbaður á dögunum í setti hjá útvarpsstöðinni talkSPORT.

Honum var tjáð að hann ætti að bæta heimsmet yfir það hversu margar fótboltatreyjur einstaklingur hefði farið í.

Darren Bent og Andy Goldstein hjá talkSPORT sögðu hinum 29 ára gamla Wilshere að heimsmetið væri 30 treyjur. Markmiðið var því að troða honum í 31.

Það sem Wilshere vissi ekki var að það var alls ekkert heimsmet. Allt saman var þetta sett upp til þess að fá Wilshere til að klæðast treyju Tottenham. Það var 31. treyjan sem dregin var fram. Wilshere harðneitaði hins vegar að fara í treyjuna, jafnvel þó hann héldi að hann gæti með því sett heimsmet.

Ástæðan fyrir þessu er að leikmaðurinn er uppalinn hjá Arsenal og lék í tíu ár af meistaraflokksferli sínum með félaginu. Arsenal og Tottenham eru auðvitað erkifjendur.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar