fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 08:00

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu í Þýskalandi og nú hyggjast stjórnvöld herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta sem ekki hafa smitast af veirunni og eru því ónæmir fyrir henni af þeim sökum.

Angela Merkel, kanslari, skýrði frá þessu í gær eftir fund með forsætisráðherrum sambandsríkjanna. Hún sagði að staðan væri grafalvarleg og nú þurfi að bregðast hratt við og af festu til að ná betri stjórn á faraldrinum.

Hin svokallaða 2G regla mun taka gildi á svæðum þar sem hlutfall innlagðra á sjúkrahús, af völdum veirunnar, er hærra en 3 á hverja 100.000 íbúa á sjö daga tímabili. Samkvæmt 2G reglunni verður fólk að vera bólusett eða hafa jafnað sig á smiti til að fá aðgang að stórum viðburðum og á það meðal annars við um menningarviðburði og íþróttaviðburði.

Þegar innlagnir á hverja 100.000 íbúa verða fleiri en 6 eða 9 taka enn harðari sóttvarnaaðgerðir gildi.

Auk þessara aðgerða verða gerðar auknar kröfur til bólusetninga heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunargeiranum. AFP segir að bólusetning verði gerð að skyldu fyrir þessa hópa. Süddeutsche Zeitung segir að ákveðin óvissa ríki þó um hvort bólusetning verði gerð að skyldu.

Í tilkynningu stjórnvalda um aðgerðirnar segir að það verði að grípa til þeirra til að vernda viðkvæmustu hópana í samfélaginu.

Í gær greindust tæplega 59.000 smit í Þýskalandi en á miðvikudaginn voru þau tæplega 68.400 og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Í gær var tilkynnti að bólusetninganefnd landsins, Stiko, mæli með að öllum 18 ára og eldri verði boðið upp á þriðja skammtinn af bóluefni, örvunarbólusetningu. Stiko mælir með að mRNA-bóluefni verði notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“