fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Candice Aþena Jónsdóttir: Stígum út úr ofbeldissamböndum

Fókus
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Candice Aþena Jónsdóttir skrifar: 

Sjálfshatur, höfnun og skömm eru ekkert grín. Ég er ennþá í brotum eftir að hafa stigið út úr ofbeldissambandi og finnst ég ekki geta lifað eðlilegu lífi.

Ég var lengi í ofbeldissambandi. Sambýlismaður minn var virkur í fíkn alla daga og því ónýtur og týndur sjálfur. Ég gerði allt til að láta honum líða betur en á meðan gleymdi ég sjálfri mér. Ég vildi vernda hann og vera til staðar fyrir hann hvað sem á dyndi.

Svo kom að því að allt sprakk upp í loft. Við vorum í partí sem við áttum ekki erindi í, ég segi að ég vilji fara heim og vil að hann komi með mér. Hann neitar því og allt er í móðu í vitund minni þar til ég ranka við mér uppi á spítala, eftir tvö föst hnefahögg í andlitið frá honum.

Ég lék samt leikritið áfram einhvern tíma. Laug að öllum að það hefði verið útlendingur sem hefði slegið mig. En smám saman fékk ég kjark til að stíga út úr sambandinu og núna hef ég öðlast kjark til að horfast í augu við sannleikann.

Núna er ég laus úr þessu sambandi en sálin er enn í molum. Það mun taka tíma að púsla henni saman aftur, en ég gefst ekki upp og er ákveðin í að leita mér hjálpar og umfram allt vera ófeimin að segja sögu mína og horfast í augu við sannleikann.

Sem trans kona vil ég segja að allir eiga skilið virðingu og að lifa án ofbeldis. Ég hvet alla sem eru í ofbeldissamböndum að stíga úr úr þeim og leita sér aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“