fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Valur staðfestir samkomulag við Hannes um starfslok

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 16:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur staðfest samkomulag við Hannes Halldórsson um starfslok hjá félaginu. Hefur þetta legið í loftinu síðustu vikur.

Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en hann hætti að leika með landsliðinu í haust. Hannes er 37 ára gamall en óvíst er hvaða skref hann tekur næst á ferli sínum. Hann á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.

Hannes og Valur hafa kastað boltanum sín á milli síðustu daga en samkomulag er í höfn um starfslok.

Markvörðurinn knái átti ár eftir af samningi sínum við Val en Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins vildi losna við hann. Ljóst var að framtíð Hannesar var í lausu lofti hjá Val þegar félagið samdi við Guy Smit sem kom til félagsins frá Leikni.

Greint var frá því fyrir nokkrum vikum síðan að erfiðlega gengi fyrir Hannes að ná í forráðamenn Vals til þess að fá á hreint framtíð sína hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
433Sport
Í gær

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Í gær

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram