fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Eyjan

Íslandsbanki svartsýnn og spáir mestu verðbólgu í 9 ár

Eyjan
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6% milli mánaða og valda því að verðbólga verði 5,1% en hún hefur ekki verið meiri í 9 ár. Þetta kemur fram á vef bankans.

„Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í nóvember frá fyrri mánuði. Ef spá okkar gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 5,1% en var 4,5% í október. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í 9 ár. Við teljum að verðbólga muni aukast enn frekar á næstu mánuðum áður en hún tekur að hjaðna. Helsta ástæða aukinnar verðbólgu eru íbúðaverðshækkanir ásamt innfluttri verðbólgu sem hefur látið á sér kræla að undanförnu. Verðbólguhorfur hafa versnað frá síðustu spá og teljum við nú að verðbólga verði komin við markmið Seðlabankans í byrjun árs 2023.“

Íslandsbanki telur að íbúðaverð muni halda áfram að hækka næstu mánuði áður en aðgerðir Seðlabankans til að stemma stigu við hækkununum fari að hafa áhrif.  Áfram sé eftirspurnaspenna á íbúðamarkaði sem keyri upp verðið.

Eins bendir bankinn á að farið sé að bera á innfluttri verðbólgu. En þar spili eldsneyti stórt hlutverk sem og flugfargjöld sem erfitt sé að ráða í á þessum tíma.

„Við höfum haft töluverðar áhyggjur af innfluttri verðbólgu að undanförnu. Verðlag erlendis hefur farið hækkandi ásamt því að flutningskostnaður hefur aukist gríðarlega. Undanfarna mánuði höfum við séð innflutta verðbólgu láta á sér kræla og samkvæmt mælingum okkar er engin undantekning þar á í nóvembermánuði. Verðbólga er nefnilega ekki einungis bundin við Ísland eins og sést á myndinni. Verðbólga mælist veruleg í flestum löndum sem við berum okkur saman við,“ segir á vef Íslandsbanka.“

Mynd/Íslandsbanki
Mynd/Íslandsbanki
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“