fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Hvíslað um „þekktan byrlara“ og varaþingmaður fagnar sigri – Bannaður á nokkrum skemmtistöðum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 15:34

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið  hefur verið hávær umræða um byrlanir hér á landi. Þannig steig áhrifavaldurinn og skemmistaðaeigandinn Birgitta Líf Björnsdóttir fram á dögunum og sagði að byrlunarfaraldur væri í gangi. Einstaklingur sem er nokkuð þekktur, sérstaklega meðal ungs fólks, hefur að undanförnu verið bendlaður við byrlanir á skemmtistöðum í miðbænum.

Orðrómurinn um þennan tiltekna einstakling hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Sem dæmi má nefna  eftirfarandi færslu á Twitter. „Var að frétta af „þekktum“ byrlara, einstaklingur sem er frekar þekktur í samfélaginu og sérstaklega meðal ungs fólks. Getur fólk ekki bara hagað sér, komin með fokking ógeð,“ skrifar sú sem birti færsluna varðandi hinn meinta byrlara.

Færslan hefur fengið um 200 athugasemdir þar sem fólk biður um nafn einstaklingsins svo það geti varað sig á honum og varað aðra við.

Varaþingmaður hrósar sigri

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er ein þeirra sem hefur frétt af einstaklingnum sem um ræðir. „Ég fékk mynd af honum sem ég sendi svo á bestu vinkonu mína sem sendi svo á vinkonu sína. Þetta var bara í gær minnir mig,“ segir Lenya um málið í samtali við DV en hún birti færslu um einstaklinginn sem um ræðir á Twitter-síðu sinni í gær.

Í færslunni segir hún að í kjölfarið á myndasendingu sinni og vinkvenna sinna hafi einstaklingurinn verið bannaður á nokkrum skemmtistöðum borgarinnar. Í athugasemdunum við færsluna hennar Lenyu má einnig sjá fjölda fólks biðja um nafn einstaklingsins svo hægt sé að vara sig á honum. Meðal þeirra sem biðja um nafnið eru rekstraraðilar skemmtistaða.

„Við búum bara á tímum þar sem vinkonur þurfa að spyrja hvora aðra út í svona hluti, þurfa að vara hvora aðra við mönnum sem samfélagið er að tala um,“ segir Lenya. „Þannig mér finnst alveg frekar eðlilegt að vera að spyrja fólk spurninga um hvort þau hafi heyrt af þessari manneskju eða hvort einhver nákominn hafi lent í honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi