fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Pressan

Hundur varð 7 ára dreng að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 21:00

James McNeelis. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjár vikur var hundur, blanda af fjárhundi og corgi, McNeelis-fjölskyldunni, sem býr í Oklahoma í Bandaríkjunum, til mikillar gleði. Fjölskyldan hafði fundið hundinn yfirgefinn og tekið hann að sér.

Þann 20. október fór James McNeelis, 7 ára, út í garð að leika sér en hann skilaði sér ekki inn aftur. Fjölskylda hans fór þá að leita að honum og fékk nágranna sína til aðstoðar. Einnig var hringt í lögregluna. Independent skýrir frá þessu.

CBS hefur eftir Shannon Edison, nágranna fjölskyldunnar, að lögreglan hafi rétt verið komin á vettvang þegar hún heyrði mikið öskur. „Við vissum að eitthvað var að. Sem móðir þá þekkir maður svona öskur. Ef einhver hefur einhvern tímann heyrt svona öskur, þá þekkir hann það. Eitthvað mikið var að,“ sagði hún.

Það var móðir James sem öskraði en hún hafði fundið drenginn sem hafði verið drepinn af hundinum.

Foreldrar hans segja að aldrei hafi neitt gerst sem benti til að eitthvað svona hræðilegt gæti gerst. Hundurinn hafi ekki sýnt nein merki árásargirni. Hér hafi verið um hörmulegt slys að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tesla hættir framleiðslu á þessum tveimur bílum

Tesla hættir framleiðslu á þessum tveimur bílum
Pressan
Í gær

Nýjar vendingar í máli unglings sem hvarf fyrir áratug – „Jacob er fundinn“

Nýjar vendingar í máli unglings sem hvarf fyrir áratug – „Jacob er fundinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellefu úr sömu fjölskyldunni teknir af lífi

Ellefu úr sömu fjölskyldunni teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór í mál eftir að hafa ekki verið boðið í jólateitið í vinnunni

Fór í mál eftir að hafa ekki verið boðið í jólateitið í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk og einum helsta ráðgjafa Trump misboðið vegna Star Trek – Eru nýju þættirnir vók?

Musk og einum helsta ráðgjafa Trump misboðið vegna Star Trek – Eru nýju þættirnir vók?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slökkviliðsmaður myrti eiginkonuna eftir að hafa lesið dagbókina hennar

Slökkviliðsmaður myrti eiginkonuna eftir að hafa lesið dagbókina hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood