fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Flúði lögreglu á 160 km hraða á móti umferð og náði síðan að hlaupa burt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. október 2021 08:55

Lögreglukona að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að vanda.  Rétt fyrir klukkan tvö í nótt stöðvaði ökumaður bifreiðar ekki, þrátt fyrir leiðbeiningar lögreglu þess efnis, í hverfi 110. Þá hófst eftirför lögreglu þar sem ökumaður flúði og ók á yfir 160 km hraða á klukkustund, þar á meðal ítrekað á móti umferð. Hann stöðvar á endanum bílinn og náði að hlaupa af vettvangi en lögreglan telur sig þekkja ökumanninn.

Hér er annars það sem lögregla skrifar í dagbók sína eftir nóttina:

 

Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes

17:33    Bifreið stöðvuð í hverfi 104.  Ökumaðurinn reyndist vera án réttinda þ.e. ekki með gild ökuréttindi.

21:10    Bifreið stöðvuð í hverfi 108.  Ökumaðurinn reyndist vera án réttinda þ.e. sviptur ökuréttindum.  Ítrekað brot.

21:58    Bifreið stöðvuð i hverfi 108 þar sem ökumaðurinn var að nota farsíma sinn í akstri.  Skýrsla rituð.

22:09    Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 114 / 80 km/klst.   Kringlumýrarbraut hverfi 105.  Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og var vettvangsskýrsla rituð.

00:47    Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 117/ 80 km/klst.   Kringlumýrarbraut hverfi 105.  Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.  Laus að lokinni sýnatöku.

03:01    Bifreið stöðvuð í hverfi 101.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna og var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.

04:04    Bifreið stöðvuð í hverfi 101 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbeltið.  Ökumaðurinn reyndist vera án ökuréttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.  Ökumaðurinn hafði engin skilríki meðferðis og var hann því færður á lögreglustöð til að staðfesta hver hann væri.

Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes

23:34    Bifreið stöðvuð í hverfi 220.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.

02:11    Bifreið stöðvuð í hverfi 201.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.

01:55    Bifreið stöðvuð í hverfi 112.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

03:01    Bifreið stöðvuð í hverfi 110.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp