fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Þorsteinn bjartsýnn eftir að dregið var í riðla fyrir EM – ,,Ég met möguleikana fína á að komast áfram“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 17:24

Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram á Englandi næsta sumar en dregið var í Manchester á Englandi núna rétt í þessu. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara Íslands, lýst vel á riðilinn sem Ísland dróst í.

,,Mér lýst bara vel á þetta ég held þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum. Ég met möguleikana fína á að komast áfram. Við spiluðum tvo hörkuleiki við Ítalíu í apríl, Frakkarnir eru alltaf sterkir og Belgía er lið sem við eigum að geta unnið líka. Maður þekkir orðið ítalska liðið ágætlega vel, það eru tvö ár síðan Ísland spilaði síðast við Frakkland en Belgana veit ég ekki mikið um í augnablikinu“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi áðan.

Ísland spilar fyrsta leik sinn á Manchester City Academy Stadium. Völlurinn tekur aðeins 4.700 manns og Þorsteinn hefur áhyggjur fyrir hönd íslenskra stuðningsmanna. Hinir tveir leikir Íslands fara fram í Rotherham.

,,Ég er spenntur fyrir keppninni og þessum leikjum en er með áhyggjur af Manchester City vellinum sem við erum að fara spila á. Hann er lítill og ég hef áhyggjur af því að íslendingar muni ekki allir fá miða á völlinn.“

Leikgreinendur á vegum landsliðsins munu nú fara í það að greina leiki hjá andstæðingum Íslands á EM en sjálfur verður Þorsteinn með hugann við næsta leik Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins sem fer fram í nóvember.

,,Mitt verkefni núna er að undirbúa næsta leik hjá okkur í undankeppni HM núna í næsta landsleikjaglugga. Við förum að láta einstaklinga á vegum okkar leikgreina leiki hjá þessum liðum núna. Ég hugsa að ég fari síðan á fullt í það að undirbúa liðið fyrir leikina á EM eftir landsleikjagluggann í nóvember.“

Leikdagar Íslands á EM:

10. júlí 2022: Belgía vs Ísland, Manchester City Academy Stadium í Manchester
14. júlí 2022: Ítalía vs Ísland, New York Stadium, Rotherham
18. júlí 2022: Ísland vs Frakkland, New York Stadium, Rotherham

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri