fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Enski deildabikarinn: Einokun Man City lokið – Jói Berg og félagar úr leik

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 20:56

. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslitum enska deildabikarsins lauk nú fyrir stuttu með fimm leikjum.

Preston 0-2 Liverpool

Liverpool vann 0-2 sigur á Preston með mörkum frá Takumi Minamino og Divock Origi í seinni hálfleik.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tefldi fram hálfgerðu varaliði í leiknum.

Burnley 0-1 Tottenham

Lucas Moura gerði eina mark leiksins í sigri Tottenham gegn Burnley á útivelli. Markið skoraði hann á 68. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í leiknum. Honum var skipt út af þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Stoke 1-2 Brentford

Brentford leiddi 0-2 í hálfleik gegn Stoke eftir mörk frá Sergi Canos og Ivan Toney. Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir Stoke á 57. mínútu. Nær komust þeir þó ekki.

West Ham 0-0 Man City (5-3 eftir vítaspyrnukeppni)

Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma í leik West Ham og Manchester City. West Ham vann þó 5-3 eftir vítaspyrnukeppni. Það er því ljóst að Man City ver ekki titilinn eftir að hafa unnið hann alla tíð síðan 2018.

Leicester 2-2 Brighton (4-2 eftir vítaspyrnukeppni)

Harvey Barnes kom Leicester yfir gegn Brighton á 6. mínútu. Adam Webster jafnaði fyrir Brighton í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Ademola Lookman kom Leicester strax aftur yfir.

Enock Mwepu jafnaði svo fyrir Brighton á 71. mínútu. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því farið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Leicester betur.

Dregið verður í 8-liða úrslit á laugardag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri