fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Brynjar svarar Bubba – „Ég er nú með vottorð frá sérfræðingum í fegurð um að ég sé með afskaplega fallegt typpi“

Fókus
Miðvikudaginn 27. október 2021 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð sérkennilegar skeytasendingar hafa gengið milli Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns, og Bubba Morthens tónlistarmanns, undanfarið, en Hringbraut gerði þeim skil í dag, þar segir í frétt:

„Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens biður Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, vinsamlegast um að hlífa sér.

Pistill Brynjars um ófarir sínar í ræktinni vakti talsverða athygli í gær, en þar mátti finna nokkuð ítarlegar lýsingar á nokkuð skondnu atviki sem átti að hafa gerst í sturtu eftir æfingu.

„Þetta var nú allt smá mál miðað við hremmingarnar þegar ég stóð allsber í sturtunni eftir allt erfiðið. Baðvörðurinn vatt sér að mér reiðilegur á svip að sagði mér að hypja mig umsvifalaust. Ég reyndi að malda í móinn en hann sagði að þeir sem væru með svona brjóst og ekki typpi svo séð verði ættu að vera í kvennaklefanum. Nú skil ég betur þá sem eru að berjast fyrir kynlausu búningsklefunum,“ sagði Brynjar og uppskar hlátur margra fylgjenda sinna á Facebook.“

Bubbi Morthens tjáði sig á Twitter um þennan pistil Brynjars og lætur Hringbraut þess getið að þeir hafi eldað grátt silfur saman undanfarið vegna ágreinings um heiðurslaun listamanna (sem Bubbi nýtur). Bubbi sagði á Twitter:

„Brynjar Níels nakinn á typpinu. Sá pistil eftir hann. Það er ekki eitthvað sem mig langar að sjá.“

Brynjar segist vera með fagurt typpi

Brynjar svarar þessari sendingu Bubba með stuttri færslu, þar sem hann gefur í skyn að rokkkónginn skorti kímnigáfu:

„Ef eitthvað er að marka fréttir er Bubbi, vinur minn, illa haldinn af kvíða yfir þeim möguleika að rekast á mig á typpinu í ræktinni. Ég er nú með vottorð frá sérfræðingum í fegurð um að ég sé með afskaplega fallegt typpi. En eins og kom fram í síðustu færslu hjá mér sést það ekki svo glatt lengur þannig að þetta eru óþarfa áhyggjur hjá Bubba.

Læknisfræðinni fleygir mjög hratt fram. Ígræðsla á líffærum er að verða einfalt verk, jafnvel ágræðsla á útlimum. Við erum samt ekki komin svo langt að ígræðsla á kímnigáfu sé möguleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda