fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Heildræn heilsa fyrir líkama og sál í nóvember

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 09:00

Beta Reynis býr yfir viðamikilli reynslu í að ráðleggja fólki um mataræði og lífstíl sem stuðlar að heilbrigðara og hamingjusamara lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið sívinsæla námskeið næringarráðgjafans og -þerapistans Elísubetar Reynisdóttur, Heildræn heilsa, hefst í byrjun nóvember og er um að gera fyrir áhugasama að skrá sig sem allra fyrst. 

„Ég tek iðulega inn takmarkaðan fjölda á námskeiðið svo ég hafi tök á að halda utan um fólk og einstaklingsbundnar þarfir þess,“ segir Elísabet, eða Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð. Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti og næringarfræðingur. Hún býr yfir viðamikilli reynslu í að ráðleggja fólki um mataræði og lífstíl sem stuðlar að heilbrigðara og hamingjusamara lífi.

„Ég hóf mína menntun í Danmörku í fyrstu til þess að bjarga heilsunni og lærði næringarþerapíu. Ég var greind með sjálfsofnæmissjúkdóm árið 2001, lamaðist og var rúmliggjandi á spítala í langan tíma. Eftir það hrundi heilsan og efnaskiptin mín fóru alveg niður. Ég fann að ég þurfti að snúa við blaðinu því ég saknaði heilsunnar minnar og ég saknaði þess að lifa lífinu með orku og gleði. Ég tók því á skarið og skráði mig í nám sem snéri að heildrænni heilsu sem tók 3 ár.“ segir Beta, „en ég fékk líf mitt til baka svo ég var heilluð af því hvað hægt væri að gera með því að taka ábyrgð á lífsstílnum.“

Orkurík í dag

Eftir að Beta kláraði það nám skráði hún sig í einn áfanga í næringarfræði í Háskóla Íslands. „Ég vildi kanna betur hvaða áhrif næring gæti haft á heilsuna, og síðan eftir sjö ára nám með hléum var ég búin að klára meistaranám í næringarfræði.

Eftir samanlagt tíu ára nám var ég komin á góðan stað í lífinu. Í dag kann ég á líkamann minn og þekki hann vel og veit hvernig ég viðheld orku, heilbrigði og geðheilsu. Ég fór frá því að vera mikill sjúklingur í að verða vel virkandi einstaklingur sem hefur gaman af lífinu. Ég eignaðist í raun annað líf eftir að ég tók lífsstílinn í gegn.“

Hið andlega og líkamlega

Elísabet starfar sem ráðgjafi hjá Heilsuvernd og á heilsugæslunni. „Ég býð hvort tveggja upp á heildræn námskeið og einstaklingsráðgjöf og er þakklát að geta hjálpað einstaklingum til betri heilsu.

Í mínu starfi notast ég bæði við næringarþerapíu og næringarfræði og þaðan kemur hin heildræna nálgun. Líðan tengist manneskjunni sjálfri og ég er alltaf að vinna með einstaklinginn. Ásamt næringunni sjálfri skiptir allt máli svo sem umhverfið, hverjar aðstæður eru hjá hverjum og einum, hvort fólk hafi orðið fyrir áfalli, hvernig lífstíllinn er almennt, hvernig meltingin er og margt fleira. Þú getur ekki bara ráðlagt fólki hvað það á að borða. Það verður að kafa dýpra.“

Heildræn heilsa hefst í byrjun nóvember

Námskeiðið Heildræn heilsa er í grunninn matarprógramm fyrir fjórar vikur.

„Það býr mikil rannsóknarvinna að baki matarprógramminu en ég hafði prófað allskonar matarkúra áður, þegar ég var að vinna í minni eigin heilsu. Ég prófaði ketó og líklega 100 aðra kúra en ekkert virkaði. En það var ekki fyrr en ég tók út alla óþolsvalda að ég fann gríðanlegan mun á efnaskiptunum.“

„Bara með þessum breytingum kviknar oftar en ekki á efnaskiptunum.“

Matarprógrammið á námskeiðinu byggir á því að taka út allar fæðutegundir sem eru þekktir óþols- og ofnæmisvaldar. Fólk fær matseðil sem samanstendur af ákveðnu magni og samsetningu af mat og næringu. „Bara með þessum breytingum kviknar oftar en ekki á efnaskiptunum. Það sem er mikilvægast af öllu er að einstaklingar finna minni bólgur og aukna vellíðan. Matseðillinn hefur áhrif á hormónafitu með því að hafa áhrif á blóðsykursstjórnun, sem þar með minnkar áhættu á sykursýki af tegund 2. Fólk fær minna mittismál því það er þar sem hormónafitan safnast, eða um magasvæðið.“

Blóðsykur og svengd

Í eina viku áður en námskeiðið hefst, byrjar fólk að trappa sig niður í mataræðinu með því að keyra niður blóðsykurinn. „Hann  getur verið harður húsbóndi sem vill sykurinn sinn. Fólk upplifir allskonar kvilla á meðan það er verið að snúa á blóðsykurinn. Allt frá því að vera mjög svangt og í það að verða svo pirrað að það finnur að öllu sem á vegi þeirra verður. Þetta er allt eðlilegur hluti af líkamlegri svörun að fá ekki það sem líkaminn vill, en það er sífellt meiri kolvetni eða sykur.

„Mér finnst mikilvægt að vita hvort það er líkamleg svengd eða andleg sem er að kalla á meiri mat og á námskeiðinu þá erum við að læra inn á það.“

Ég hef tekið eftir því að fólk er ótrúlega hrætt við að vera svangt. En af hverju megum við ekki vera svöng ef við erum að nærast nóg? Mér finnst mjög athyglisvert að fólk segir mér frá því að það óttast svo að verða svangt að það er komið með þráhyggju gagnvart því að eiga alltaf nóg og vera alltaf með eitthvað til að grípa í. Mér finnst mikilvægt að vita hvort það er líkamleg svengd eða andleg sem er að kalla á meiri mat og á námskeiðinu þá erum við að læra inn á það.“

Mikill árangur

Námskeiðið fer mestmegnis fram á netinu í formi örfyrirlestra þar sem Beta fræðir fólk um ýmislegt sem tengist mataræði og lífstíl. „Þetta er heildræn nálgun sem tekur tillit til alls sem snýr að manneskjunni. Einn til tveir af þessum fyrirlestrum eru svo þannig að fólk geti mætt á staðinn ef það hefur tök á því. Með því að bjóða upp á námskeið á netinu get ég líka sinnt skjólstæðingum á landsbyggðinni. Þetta er það sem koma skal og það hefur verið mikill árangur svo það segir allt sem segja þarf, að þetta form virkar.“

Ekki megrunarnámskeið

„Ég vil taka það skýrt fram að þetta er ekki megrunarnámskeið. Ég vigta ekki fólk. Ég er að fókusa á vellíðan, bólgur og mittismál og mér þykir alltaf best að heyra frá fólki að því líði betur. Ef fólk er að missa mörg kíló þá er eitthvað að. Þá vil ég fá það til mín eða heyra í því og stilla það af.

„Ég tel að þetta námskeið sé þannig að einstaklingurinn græðir aukna þekkingu og bætt lífsgæði í takt við eigin ábyrgð á sinni heilsu.“

Smátt og smátt bætir fólk svo ýmislegu úr fyrra mataræði inn í matarprógrammið. Þá er mikilvægt að það gerist nógu hægt til þess að fólk geti fundið hvaða áhrif ákveðnar matartegundir hafa á líkama og andlegan líðan. Viku eftir að námskeiði lýkur er lokafundur og farið yfir framhaldið. Ég kenni fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu og treysta því sem þeirra líkami er að segja, hvort sem það er viðkvæmni fyrir ákveðnum fæðutegundum eða að því líði vel af þeim, sama hvað hver segir. Það er mikilvægt að hafa fagmann og getur sparað fólki mörg spor í framtíðinni að leita leiða til að finna út hvað hentar og hvað ekki. Ég tel að þetta námskeið sé þannig að einstaklingurinn græðir aukna þekkingu og bætt lífsgæði í takt við eigin ábyrgð á sinni heilsu.

Ég fylgi öllu mínu fólki sem fagmaður. Það er gríðarlega mikilvægt að aðilar sem taka að sér að ráðleggja um mataræði og lífstíl skilji líkamsstarfsemi einstaklingsins. Það verður meðal annars að kynna sér á hvernig lyfjum fólk er og hvort ákveðið mataræði eða fæðutegundir geti verið skaðlegar í samblandi við ákveðin lyf eða líkamlegt ástand.“

Næring er boðefni

„Fólkið sem kemur í ráðgjöf til mín og sækir námskeiðin er allskonar, fólk á öllum aldri og af öllum kynjum. Það er reyndar mjög gaman af því að einn læknir sem hefur tekið námskeiðið er orðinn heillaður af næringarfræði og er núna að lesa allt sem hann kemst yfir til að vita meira. Þá höfum við rætt um að halda fyrirlestra saman. Það er alveg sama hvaða menntun eða þekkingu þú hefur, við getum öll farið út af sporinu og misst sjónar af því hvað er gott eða slæmt fyrir okkur, þegar kemur að okkar eigin lífsstíl.

„Það er hægt að taka námskeið eftir námskeið, en ef þér er ekki kennt að hlusta á líkamann þá er árangurinn ekki varanlegur.“

Mér finnst mikilvægt að koma því til skila að það að ræða um mataræði og lífsstíl er ekki skömm og það að hafa þyngst eða líða illa er ekki skömm. Við lendum á stað þar sem við viljum fá aðstoð og ég segi alltaf við mitt fólk að þetta snýr ekki að útliti eða hversu mörg kíló þú missir. Ég vona að fólk læri á námskeiðinu og taki þekkinguna með sér inn í framtíðna og geti notað hana til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Ég væri ekki að þessu nema af því að árangurinn er jafnmikill og hann er.

Það er mikilvægt að næra líkamann rétt og það er einstaklingsbundið hvaða næring hentar hverjum og einum. Við eigum að hlusta á líkamann og það hvað hann er að reyna að segja okkur. Næring er boðefni og getur haft góð áhrif en getur líka haft alvarlegri afleiðingar með því að mynda bólgur sem geta leitt til heilsuleysis.

Það er hægt að taka námskeið eftir námskeið, en ef þér er ekki kennt að hlusta á líkamann þá er árangurinn ekki varanlegur. Heildræn heilsa er ekki hlaupkaups námskeið. Ég er að kenna fólki hvernig líkami þess virkar og hvernig það geti nært sig í jafnvægi við eigin getu og þekkingu. Þú getur ekki bara borðað eftir uppskrift einhvers ef þú skilur ekki hvað það er að gera fyrir þig. Ég vil að fólk taki þennan lærdóm út í lífið og fylgi því sem eftir er,“ segir Beta að lokum.

Hægt er að skrá sig á námkeið í Heildrænni heilsu beta@betareynis.is. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook: Ráðgjöf Betu Reynis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum