Paul Pogba segir að ensk götublöð og meðal annars The Sun séu að ljúga til um að hann hafi hundsað Ole Gunnar Solskjær stjóra Manchester United á sunnudag.
„Falsfrétt,“ skrifar Pogba á Twitter og birtir þar grein The Sun.
Pogba byrjaði á bekknum í slæmu tapi gegn Liverpool á sunnudag. En innkoma hans var vægast sagt hræðileg. Frá þessu segja enskir fjölmiðlar.
Franski miðjumaðurinn byrjaði á að gefa mark og lét svo reka sig af velli fyrir subbulega tæklingu á Naby Keita.
Pogba vill fara frá United næsta sumar en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Vill hann fara frítt frá félaginu.
Big lies to make headlines pic.twitter.com/VBQiBxSuNO
— Paul Pogba (@paulpogba) October 27, 2021