fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Arnór Ingvi og félagar unnu Stuðningsmannaskjöldinn – „Við erum hvergi nærri hættir“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 19:18

Arnór Ingvi Traustason (Mynd af Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður New England Revolution í Bandaríkjunum, vann Stuðningsmannaskjöldinn með liðinu í fyrsta sinn í sögu félagsins með 2-2 jafntefli gegn Orlando síðastliðna nótt.

Það lið sem er efst í sinni deild hlýtur Stuðningsmannaskjöldinn en New England Revolution hefur komið eins og stormsveipur í austurdeild MLS-deildarinnar í ár og er langefst í deildinni 70 stig, 21 stigi á undan Philadelphia í 2. sæti.

Nani kom Orlando yfir með marki á 39. mínútu eftir sendingu frá bakverðinum Joao Moutinho. Orlando fékk dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Nani í uphhafi seinni hálfleiks og Daryl Dike fór á punktinn og skoraði örugglega. Staðan 2-0 fyrir Orlando.

New England Revolution kom til baka á lokamínútunum. Pólski framherjinn Adam Buksa minnkaði muninn með marki á 81. mínútu og jafnaði svo metin með skalla í uppbótartíma. Lokatölur 2-2 og fyrsti Stuðningsmannaskjöldur í sögu Revs kominn í hús. Arnór Ingvi var byrjaði leikinn en var tekinn af velli á 64. mínútu.

Revolution stefnir nú á að vinna sinn fyrsta MLS bikar en sú keppni fer fram í nóvember þar sem sjö efstu liðin í austur- og vesturdeildunum mætast. Revolution hefur einnig tryggt sér sæti í Meistaradeild Ameríku á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar