fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Vantaði bara rykfrakkana í spæjarastörfin“ – Kjörbréfanefnd stóð í ströngu í vikunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 12:27

Silfrið í dag. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfrið var á dagskrá RÚV í dag, að þessu sinni í umsjón Einars Þorsteinssonar. Á vettvangi dagsins voru umræður um kosningaklúðrið í Norðvestur-kjördæmi fyrirferðarmiklar. Fulltrúar í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fóru á vettvang kjörstaðarins í Borgarnesi í vikunni og viðuðu að sér upplýsingum.

„Það er hægt að gera grín að því að við höfum farið á vettvang og það vantaði bara rykfrakkana í spæjarastörfin,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í kjörbréfanefndinni. Í öllu alvarlegri tóni sagði hún: „Það er vandasamt verk sem við eigum fyrir höndum og fordæmalaus staða uppi, við finnum hve vandasamt verkefnið er og viljum vinna það af kostgæfni.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og annar fulltrúi í nefndinni, sagði að verkefnið væri umfangsmikið og alvarlegt. „Það sem hér er undir er traust á kosningum, traust á lýðræðinu,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að hann fyndi ekki fyrir flokkadráttum í málinu og öllum hugmyndum og tillögum hans um hvað kanna mætti væri vel tekið.

Björn sagði að nefndin væri að safna upplýsingum og of snemmt væri að segja til um hvort kjósta þyrfti upp á nýtt í kjördæminu.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að málið allt væri ótrúlegt og alvarlegt klúður. „Eftir því sem lengra líður frá kosningum þá verður þetta þyngra af því fleiri álitaefni koma upp, það sem giskað er á að gæti hafa verið í gangi reyndist hafa verið í gangi þrátt fyrir orð yfirmanns kjörstjórnar um annað,“ sagði Helga Vala. Hún sagði einnig að engar góðar lausnir væru á borðinu, einungis vondar.

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í NV-kjördæmi, sendi, að margra mati, frá sér óheflað og harðort bréf til undirbúningsnefndarinnar, þar sem brugðist var við kærum nokkurra frambjóðenda á kosningunum í kjördæminu. Helga Vala sagði að þessi skrif væru mjög óheppileg, hún sagði að hann ætti að vita betur en að vera með skæting á þessum tímapunkti.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að lögin byðu alþingismönnum að leysa úr þessu máli. „Stjórnskipunin er þannig og við víkjumst ekki undan ábyrgðinni,“ sagði Willum og lýsti því yfir að málefnaleg málsmeðferð, byggð á lögfræðilegu mati, væri tryggð í málinu. Verkefnið væri að leiða fram rétta niðustöðu um raunverulegan vilja kjósenda í kosningunum.

Björn Leví sagði aðspurður að hann vissi ekki hvað þyrfti til að kosið yrði aftur í kjördæminu. Lögin væru ekki skýr um það. Enn er verið að safna gögnum í málinu en Björn Leví útilokar ekki að kjósa þurfi aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki