fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Opnar sig um það að hafa verið misnotaður af kennara sínum 13 ára gamall – Með mikilvæg skilaboð til barna í sömu stöðu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 22:00

Patrice Evra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur opnað sig með það að hafa verið misnotaður kynferðislega aðeins 13 ára gamall. Frakkinn, sem er fertugur, segir frá þessu í sjálfsævisögu sinni.

Atvikið átti sér stað heima hjá kennara Evra. ,,Ég fékk fiðrildi í magann þegar ég átti að fara að gista þar í lok skólaárs. Þetta gat ekki haldið áfram. Ég sagði mömmu minni að ég gæti ekki verið þarna lengur,“ skrifar hann.

,,Á síðasta kvöldinu mínu hjá manninum, þegar hann vissi að ég væri að snúa aftur til fjölskyldu minnar, setti hann typpið á mér upp í sig.“

Hann gaf svo mikilvæg skilaboð til barna sem gætu verið í sömu stöðu og hann var í.

,,Ef þú ert barn sem ert að lesa þetta og það er verið að brjóta á þér þá verðurðu að segja frá. Ekki skammast þín því það er ekkert til að skammast sín fyrir. Reyndu að takast á við þessa martröð með því að segja frá.“

,,Ég vil ekki að fólk vorkenni mér. Þetta er erfið staða. Móðir býst ekki við því að heyra um svona frá barninu sínu. Hún spurði mig hvað væri að og spurði mig af hverju ég vildi ekki gista heima hjá kennaranum.“

Evra sagði móður sinni aðeins frá atburðunum nýlega.

,,Núna, 40 ára gamall, segi ég henni sannleikann. Það var mikið áfall fyrir hana. Hún var mjög reið og bað mig afsökunar. Hún sagði mér að setja þetta ekki í bókina, að þetta væri einkamál. Ég sagði henni að þetta snerist ekki um mig, heldur önnur börn. Þá skildi hún mig.“

,,Hún sagði ,,ef þú kærir hann ekki, geri ég það. Ef hann er á lífi mun ég drepa hann.“

Sjálfur hefur Evra ekki íhugað að kæra fyrrum kennara sinn.

,,Það er mikil reiði. Ég veit að mamma og aðrir fjölskyldumeðlimir munu rannsaka þetta og skoða hvort þau geti kært. Ég hef hins vegar grafið þetta svo langt niður að ég hugsa ekki um að kæra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park