fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 26 ára gamla, Ada Hegerberg, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá franska liðinu Lyon, hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún slegið hvert metið á fætur öðru í heimi kvennaknattspyrnunnar og frábærar frammistöður hennar innan vallar urðu til þess að hún var valinn besti leikmaður heims árið 2018.

Hún er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sögunnar en hún hefur unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Lyon, frönsku deildina sex sinnum og franska bikarinn fimm sinnum. Þá hefur hún unnið til margra einstaklingsverðlauna einnig.

Í janúar árið 2020 varð hún fyrir hræðilegum meiðslum sem héldu henni frá knattspyrnuiðkun í 20 mánuði. Hún sleit krossband í hné fyrir leik Lyon gegn Stade de Reims þann 26. janúar 2020 en sneri aftur á knattspyrnuvöllinn þann 5. október síðastliðinn í leik Lyon og Hacken í Meistaradeild Evrópu þegar að hún kom inn sem varamaður.

Hún lýsir stundinni þannig að henni hefði liðið eins og knattspyrnukonu aftur. ,,Ég hafði verið að sjá þessa stund fyrir mér í gegnum þá mánuði sem ég var meidd.Það var tilfinningaþrungin stund er ég steig aftur inn á völlinn og mikil gleði fólgin í því. Ég á mikið eftir í endurhæfingunni en þetta var stórt skref,“ sagði Ada Hegerberg sem gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum eftir leik.

Þessir 20 mánuðir sem Ada var frá knattspyrnuiðkun tóku sinn toll á hana. ,,Mér finnst eins og ég hefði ekki þurft á þessum 20 mánuðum að halda til þess að minna mig á hversu mikið ég elska knattspyrnu en þessi tími kenndi mér að meta íþróttina meira. Þetta er mín helsta ástríða og mér líður eins og krakka aftur þegar að ég fer á æfingu og spila knattspynu. Þannig á það að vera.“

Ada er markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu metið bætti hún er hún skoraði sitt 53 mark í keppninni í október 2019. Hún var á toppi ferils síns þegar hún meiddist og gerir sér grein fyrir því að það gæti tekið hana langan tíma að komast aftur á toppinn. Hún lýsir endurkomu sinni sem baráttu í samtali við BBC.

Það verður gaman að sjá þessa hæfileikaríku knattspyrnukonu komast aftur hægt og bítandi inn á knattspyrnuvöllinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park