fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Steinar blindur á hægra auga eftir leysiaðgerð – Ósáttur við augnlækninn og landlækni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. október 2021 21:37

Steinar Marberg Egilsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom inn með sjón á báðum augum en kom út blindur á hægra auga,“ segir Steinar Marberg Egilsson í viðtali við RÚV í kvöld.

Steinar hafði verið í augnmeðferð á vinstra auga á Landspítala og var svo sendur í lokameðferð vegna bjúgs á því auga til augnlæknis á stofu í mars 2016. Þar setti læknirinn leysi í vinstra augað og ákveður að setja svo leysigeisla í hægra augað líka. Um þetta segir Steinar við RÚV:

„Og ég nefni það við hana að það sé ekkert að hægra auganu og hún segir bara miðað við að ég sé kominn á þann aldur og það kosti mig ekki neitt og það hafi engin áhrif á sjónina, og maður þarf að taka svona splitt ákvörðun bara með öll tækin í andlitinu. Og ég náttúrulega treysti lækninum og hún setur leysi í hægra augað á mér. Þannig að ég fer inn með sjón á báðum augum og kem blindur út á hægra auga sem var alveg í lagi.“

Steinar er afar ósáttur við viðbrögð Landlæknis við kvörtun hans. Niðurstaðan var sú að skort hafi á upplýsingagjöf læknisins til Steinars en þó sé ekki talið að læknirinn hafi gert mistök með leysiaðgerðinni né sýnt vanræsklu. Í álitinu frá Landlækni er sykursýki Steinars álitin orsakavaldur í málinu. Telur hann það vera úr lausu loftið gripið.

Það er álit matsmanna, sem héraðsdómur kvaddi til, að sykursýki Steinars hafi ekki valdið sjónskerðingunni enda hafi versnun sjónarinnar orðið nánast samstundis eftir aðgerðina. Landlæknir hefur neitað að taka málið upp að nýju og ætlar lögfræðingur Steinars að kæra málsmeðferðina til ráðherra.

Sjá nánar á vef  RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum