fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ekki útilokað að gjósi við Öskju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 08:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Veðurstofunni er fylgst vel með þróun mála í Öskju. Landrisið heldur áfram og ekki er hægt að útiloka að til goss komi. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um fimmtán sentimetra og kvika er byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um 15 sentimetra en fyrir mánuði var það orðið sjö sentimetrar. „Landrisið er tiltöluleg stöðugt en líklega er að hægja á því. Það er þó meiri óvissa á gögnunum á veturna,“ er haft eftir Benedikt Gunnari Ófeigssyni, sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga sem sagði einnig að ekki sé hægt að útiloka að til goss geti komið en of snemmt sé að segja til um hvenær það gæti orðið ef til þess kæmi.

„Það er allt of snemmt að segja hvort við ættum að búast við eldgosi. Þetta þýðir fyrst og fremst að það er kvika að safnast fyrir líklega frekar grunnt í jarðskorpunni – tveir til þrír kílómetrar er okkar mat. Hvert það leiðir á næstunni er ómögulegt að segja til um en það getur vissulega leitt til goss og jafnvel fljótlega. Það er ekki hægt að útiloka það,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að sérfræðingar muni líklega sjá skýr merki um að gos sé yfirvofandi. Þetta séu áframhaldandi landris, meiri skjálftavirkni og meiri merki um jarðhita. „Mjög líklega myndum við sjá frekar sterka skjálftavirkni í einhvern tíma áður og við myndum sjá kviku hreyfast, ekki bara söfnun á einum stað, með tilheyrandi látum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“