fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ekki útilokað að gjósi við Öskju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 08:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Veðurstofunni er fylgst vel með þróun mála í Öskju. Landrisið heldur áfram og ekki er hægt að útiloka að til goss komi. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um fimmtán sentimetra og kvika er byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um 15 sentimetra en fyrir mánuði var það orðið sjö sentimetrar. „Landrisið er tiltöluleg stöðugt en líklega er að hægja á því. Það er þó meiri óvissa á gögnunum á veturna,“ er haft eftir Benedikt Gunnari Ófeigssyni, sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga sem sagði einnig að ekki sé hægt að útiloka að til goss geti komið en of snemmt sé að segja til um hvenær það gæti orðið ef til þess kæmi.

„Það er allt of snemmt að segja hvort við ættum að búast við eldgosi. Þetta þýðir fyrst og fremst að það er kvika að safnast fyrir líklega frekar grunnt í jarðskorpunni – tveir til þrír kílómetrar er okkar mat. Hvert það leiðir á næstunni er ómögulegt að segja til um en það getur vissulega leitt til goss og jafnvel fljótlega. Það er ekki hægt að útiloka það,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að sérfræðingar muni líklega sjá skýr merki um að gos sé yfirvofandi. Þetta séu áframhaldandi landris, meiri skjálftavirkni og meiri merki um jarðhita. „Mjög líklega myndum við sjá frekar sterka skjálftavirkni í einhvern tíma áður og við myndum sjá kviku hreyfast, ekki bara söfnun á einum stað, með tilheyrandi látum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“