Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar rúlluðu yfir Utrecht í efstu deild Hollands í dag.
Vangelis Pavlidis kom AZ yfir á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Alberti.
Jesper Karlsson og Dani de Wit komu AZ svo í 3-0 fyrir leikhlé.
De Wit var aftur á ferðinni með mark á 56. mínútu.
Albert kom AZ svo í 5-0 með mark úr vítaspyrnu á 86. mínútu.
Quinten Timber minnkaði muninn fyrir Utrecht í uppbótartíma leiksins.
AZ er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki.