fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Enski boltinn: Leicester hafði betur gegn United í æsispennandi leik

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 16:07

(Photo by Peter Powell - Pool/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum er nýlokið í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það bar heldur betur til tíðinda í leik Man United og Leicester en liðin mættust á King Power vellinum í dag.

Mason Greenwood kom United mönnum yfir á 19. mínútu með frábæru skoti af löngu færi en Yuri Tielemans jafnaði metin fyrir Leicester 12 mínútum síðar með álíka fallegu marki þegar hann lyfti boltanum í bláhornið yfir David de Gea í markinu.

Caglar Söyuncu kom Leicester yfir á 78. mínútu en varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Jamie Vardy kom Leicester aftur yfir aðeins einni mínútu eftir að Rashford skoraði og Patson Daka gerði út um leikinn í uppbótartíma, 4-2 sigur Leicester staðreynd.

Wolves vann frábæran endurkomusigur á Aston Villa á Villa Park. Danny Ings og John McGinn höfðu komið Villa í 2-0 forystu eftir 68. mínútur en þrjú mörk á síðustu níu mínútum leiks tryggði Úlfunum stigin þrjú. Roman Saiss, Conor Coady og Ruben Neves voru markaskorarar Wolves.

Manchester City vann 2-0 sigur á Burnley þar sem Bernardo Silva og Kevin de Bruyne skoruðu mörk heimamanna. Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Burnley á 72. mínútu.

Þá gerðu Norwich og Brighton markalaust jafntefli og Southampton vann 1-0 sigur á Leeds.

Aston Villa 2 – 3 Wolves
1-0 Danny Ings (’48)
2-0 John McGinn (’68)
2-1 Romain Saiss (’81)
2-2 Conor Coady (’86)
2-3 Ruben Nevs (90+5)

Leicester 4 – 2 Man United
0-1 Mason Greenwood (’19)
1-1 Yuri Tielemans (’31)
2-1 Söyuncu (’78)
2-2 Marcus Rashford (’82)
3-2 Jamie Vardy (’83)

Patson Daka (90+2)

Man City 2 – 0 Burnley
1-0 Bernardo Silva (‘12)
2-0 Kevin De Bruyne (’70)

Norwich 0 – 0 Brighton

Southampton 1 – 0 Leeds
1-0 Armando Broja (’53)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins