fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

,,Segið nafnið Guðjohnsen við hvern sem er á Íslandi og viðkomandi er vís til þess að svara með víkingaklappi“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 10:30

Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski vefmiðilinn Talksport birtir í dag grein á vefsíðu sinni um ótrúlega sögu Guðjohnsen fjölskyldunnar sem hefur farið eins og eldur um sinu í knattspyrnuheiminum eftir að bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Gudjohnsen spiluðu saman í 4-0 sigri á Liechtenstein á dögunum. Samvinna þeirra skilaði sér meðal annars í fjórða marki Íslands í leiknum.

,,Segið nafnið Guðjohnsen við hvern sem er á Íslandi og viðkomandi er vís til þess að svara með víkingaklappi,“ skrifar Oliver Dawnay, blaðamaður Talksport.

Saga Guðjohnsen fjölskyldunnar er rakin 25 ár aftur í tímann þegar að Íslenska karlalandsliðið átti leik við Eistland í Tallinn. Þá spilaði hinn 17 ára gamli Eiður Smári Guðjohnsen, sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu er hann kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, sem var á þessum tíma 34 ára gamall.

Feðgarnir hefðu viljað fá tækifæri til þess að spila saman landsleik en varð ekki að ósk sinni í leiknum. Seinna meir átti Eiður Smári eftir að meiðast illa sem gerði það að verkum að draumur feðganna um að spila saman með landsliðinu varð ekki að veruleika. Arnór lagði knattspyrnuskóna á hilluna en Eiður Smári hélt áfram með sinn feril.

Þáverandi landsliðsþjálfari hafði þetta á samviskunni:

Logi Ólafsson, var á þessum tíma landsliðsþjálfari Íslenska karlalandsliðsins og hann segist hafa það á samviskunni að feðgarnir hafi aldrei náð að spila saman landsleik.

,,Við vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman yrði á Íslandi,“ sagði Logi Ólafsson í þættinum Sportið í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 sport árið 2020 og hér má sjá atvikið fræga.

Arnór Guðjohnsen segir það hafa verið ótrúlegt að vera í sama liði og sonur sinn. ,,Það var sérstakt að horfa yfir búningsklefann og sjá sinn eigin son þar. Ég reyndi að vera góð fyrirmynd þegar að hann var að alast upp og ég fylltist stolti þegar að ég sá hann í búningsklefanum með mér,“ sagði Arnór í viðtali árið 2018.

Bæði Arnór og Eiður Smári gerðu vel á sínum knattspyrnuferli bæði með landsliðinu og sem atvinnumenn út í heimi. Arnór vann meðal annars belgísku deildina í þrígang og Eiður Smári vann ensku úrvalsdeildina í tvígang með Chelsea og Meistaradeild Evrópu, spænsku deildina og spænska bikarinn með Barcelona.

Nú eru synir Eiðs Smára, barnabörn Arnórs, farnir að láta til sín taka á knattspyrnuvellinum. Farnir að vera regluleg nöfn í A-landsliðshópnum og faðir þeirra er núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari.

,,Ef þeir komast nálægt því að afreka það sem faðir þeirra og afi gerðu, munu þeir einnig vinna sér inn goðsagnartitil á Íslandi,“ segir í grein sem birtist á Talksport um Guðjohnsen fjölskylduna.

Hér má lesa umfjöllun 433.is um syni Eiðs Smára Guðjohnsen.

Sveinn Aron Guðjohnsen. Mynd/Getty
Andri Lucas Guðjohnsen/Mynd/Anton Brink
Daníel Tristan Guðjohnsen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park