fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Fjallað um Guðjohnsen fjölskylduna í erlendum miðlum – „Arfleifð fjölskyldunnar mun ekki deyja út“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir samspil og mark Guðjohnsen bræðranna Sveins Arons og Andra Lucasar í landsleik Íslands og Liechtenstein í undankeppni HM í gærkvöldi, hefur kastljós erlendra miðla einblínt á Guðjohnsen fjölskylduna.

Farsæll ferill föður þeirra er rifjaður upp en Eiður Smári Guðjohnsen lék meðal annars með Chelsea og Barcelona og vann til fjöldamargra titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

The Sun segir að Guðjohnsen nafnið sé vel þekkt á Íslandi. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, lék við góðan orðstír erlendis og hér heima.

„Fjölskyldan þarf ekki að hafa áhyggjur af því að arfleifð hennar deyji út nú þegar nokkur ár eru liðin síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Synir hans þrír eru allir farnir að láta til sín taka í knattspyrnuheiminum,“ segir í frétt The Sun um Guðjohnsen fjölskylduna.

Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs Smára og Ragnhildar Sveinsdóttur, er samningsbundinn sænska liðinu Elfsborg um þessar mundir. Hann hefur reglulega verið hluti af íslenska karlalandsliðinu sem og yngri landsliðum Íslands. Hann er 23 ára.

Sveinn Aron.
Getty Images

Andri Lucas, næst elsti sonur þeirra er samningsbundinn Real Madrid og spilar um þessar mundir með varaliði félagsins, Castilla. Andri Lucas er alinn upp í hinni margfrægu La Masia akademíu Barcelona og hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið hann hefur spilað 39 mínútur með A-landsliðinu og skorað tvö mörk. Andri Lucas er 19 ára.

Andri Lucas/ Mynd: Anton Brink

Daníel Tristan er yngstur af þeim bræðrum. Hann hóf feril sinn með Barcelona á sama tíma og faðir hans spilaði fyrir félagið á árunum 2006-2009. Hann samdi síðar við Real Madrid og spilar nú með yngri liðum félagsins.

„Daniel Tristan er jafnvel talinn efnilegri en bræður sínir,“ segir í umsögn The Sun um Guðjohnsen bræðurna.

Daníel Tristan Guðjohnsen.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum