fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Fær að æfa og gæti mögulega spilað um helgina þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 09:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á því að Yves Bissouma, miðjumaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni, verði í leikmannahóp liðsins um helgina þrátt fyrir að hafa verið handtekinn og ásakaður um kynferðislega áreitni á skemmtistað í síðustu viku.

Bissouma sneri aftur til æfinga með Brighton í vikunni en rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. Forráðamenn Brighton ætla sér að fara eftir ferli dómskerfisins í Bretlandi og meðan ferlið er enn í gangi getur Bissouma spilað fyrir Brighton.

Það er því mismunandi eftir félögum í ensku úrvalsdeildinni hvernig þessi mál eru tækluð. Ef borið er saman mál Bissouma og Gylfa Þórs Sigurðssonar þá eru þeir báðir lausir gegn tryggingu í sínum málum á meðan rannsókn fer fram en Gylfi er ekki í leikmannahóp Everton á meðan mál hans er til rannsóknar og hann fær ekki að æfa með liðinu.

Brighton ákveður hins vegar að leyfa Bissouma að æfa og mögulega spila með liðinu um helgina er liðið mætir Norwich

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Í gær

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?