fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Wenger líkir endalokum sínum hjá Arsenal við jarðarför – Arsenal goðsögn segir hann hafa verið of lengi hjá félaginu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal líkir endalokum sínum hjá félaginu við jarðarför í nýrri heimildarmynd sem kemur út þann 11. nóvember næstkomandi. Wenger var við stjórnvölinn hjá félaginu í 22 ár.

Undir stjórn Wenger vann Arsenal, ensku úrvalsdeildina í þrígang og vann enska bikarinn sjö sinnum og náði. Þá komst náði hann að setja saman lið sem komst ósigrað í gegnum tímabil í ensku úrvalsdeildinni. En árangurinn lét á sér standa undir lok tíma hans hjá félaginu og að lokum var hann neyddur til þess að stíga til hliðar árið 2018.

„Endalokunum má líkja við jarðarför,“ segir Wenger í heimildarmyndinni. ‘Wenger burt‘ söngvar voru reglulega sungnir á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal, undir endalok hans hjá félaginu. Wenger vildi skilja við félagið þannig að væri á uppleið en hann lýsir meðferðinni á sér undir lok stjóratíðar sinnar í Lundúnum sem óvægum og erfiðum.

Dennis Bergkamp, fyrrum framherji Arsenal er einn af viðmælendunum í heimildarmyndinni og hann segir að Wenger hafi verið of lengi hjá Arsenal. Það hefði verið auðveldara ef hann hefði stígið frá borði fyrr og tekið ákvörðunina sjálfur.

Wenger segir fótboltann vera fíkn hjá sér, hann vildi alltaf meira og meira sem varð til þess að hann var það sem hann kallar ‘ómennskur’ á tímabili.

Heimildarmyndin um stjóratíð Arséne Wenger hjá Arsenal verður aðgengileg á streymisveitu Amazon þann 11. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“