fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Íslendingar í Kongsberg beðnir um að láta vita af sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. október 2021 20:42

Frá vettvangi í kvöld. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiráð Íslands í Osló í Noregi hefur birt tilkynningu til Íslendinga sem búsettir eru í Kongsberg í Noregi, þar sem hryðjuverk var framið í dag þar sem minnst fjórir létust, um að láta vita af sér.

Tilkynningin birtist á Facebook-síðu sendiráðsins:

„Íslendingar í Kongsberg í Noregi: látið aðstandendur vita ef það er í lagi með ykkur en hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112 ef aðstoðar er þörf. Sendiráðið fylgist vel með framvindu mála í Kongsberg. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Mikið álag er á símkerfi borgarinnar þessa stundina og því best að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.
Við munum birta frekari upplýsingar eftir atvikum.“

Nokkur fjöldi Íslendinga býr í Kongsberg. Ekki er vitað til að Íslendingur hafi slasast eða látist í árásinni í dag og hefur DV haft spurnir af nokkrum sem eru heilir á húfi en vilja ekki tjá sig um ástandið í bænum á þessum viðkvæma tímapunkti.

Íbúatala í Kongsberg er um 27.000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Í gær

Nafn mannsins sem lést eftir voðaskotið í Árnessýslu

Nafn mannsins sem lést eftir voðaskotið í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi