fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Silja Mist gengur til liðs við Orku náttúrunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Mist Sigurkarlsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Orku náttúrunnar og markaðssérfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur. Áður var hún markaðsstjóri hjá Nóa Síríus. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Silja verður hluti af einingu innan OR sem kallast : „Samskipti og samfélag“ en sú eining sér um öll markaðs- og kynningarmál OR samstæðunnar.

Silja er fædd árið 1991 og hóf störf hjá Nóa Síríus árið 2016 eftir að hún lauk námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, fyrst sem vöruþróunarstjóri og síðar sem markaðsstjóri. Silja hefur einnig sinnt kennslu í markaðsfræðum og vöruþróun við Háskólann í Reykjavík samhliða vinnu.

„Síðustu sex ár hafa verið mögnuð reynsla fyrir mig sem mun klárlega hjálpa mér í að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru hjá Orku náttúrunnar. Á raforkumarkaði ríkir afar spennandi samkeppnisumhverfi sem ég er spennt að takast á við með umhverfismálin sem ég brenn svo fyrir að leiðarljósi. Það er klárt mál að þegar kemur að orkuskiptunum eru áskoranirnar stórar og ég get ekki beðið eftir því að takast á við þær með því frábæra fólki sem ég veit að starfar hjá Orku náttúrunnar,“ er haft eftir Silju í tilkynningu.

„Við hjá Orkuveitu samstæðunni erum afar glöð og ánægð með að fá Silju Mist til liðs við okkur enda hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir störf sín hjá Nóa Síríus. Silja er með frábæra sýn og nálgun á markaðsmálin sem mun klárlega nýtast okkur í baráttunni í því kvika samkeppnisumhverfi sem raforkumarkaðurinn er,“ er haft eftir Breka Logasyni stjórnanda Samskipta og samfélags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“