fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Birgir lét mála sjálfan sig á altaristöfluna í Knarraneskirkju – „Menn geta leyft sér ýmislegt í sínum einkakirkjum“

Eyjan
Mánudaginn 11. október 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti allt á annan endan í hinu pólitíska samfélagi á Íslandi um helgina er hann sneri baki við Miðflokknum, flokknum sem hann var kjörinn á þing fyrir fyrir fáeinum vikum síðan, og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Töldu margir að Birgir hefði ákveðið þetta liðhlaup fyrir kjördag en ákveðið að bíða þar til hann hefði kjörbréfið í höndunum áður en hann stökk frá Miðflokksborðinu.

Birgir hefur því töluvert verið milli tannanna á landsmönnum undanfarna daga eftir heilt kjörtímabil á þingi þar sem fór nokkuð lítið fyrir honum, enda eftirminnilega skilinn útundann þegar þingmenn Miðflokksins komu saman á Klaustursbarnum árið 2018.

Það er því ekki furða að fólk hafi nú skoðað þingmanninn betur og hafa nú einhverjir veitt því eftirtekt að í Knarraneskirkju – sem er kirkja sem Birgir og kona hans, Anna Rut Sverrisdóttir, reistu sjálf á jörð sinni, Minna-Knarranesi, megi finna altaristöflu þar sem þingmaðurinn sjálfur er málaður við hliðina á  frelsaranum sjálfum.

Birgir leitað til úkraínska listamannsins Andrii Kovalenko og fól honum að mála altaristöflur sem sýnir meðal annars núverandi ábúendur – Birgir og Önnu – ásamt nokkrum forfeðrum þeirra og svo Jesús Krist sjálfan fyrir miðju.

Birgir er þarna lengst til hægri

Knarraneskirkja var vígð með pomp og prakt í ágúst síðast liðnum þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup vígði kirkjuna.

Það var svo formaður Miðflokksins sjálfur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem tók fyrstu skóflustunguna að kirkjunni árið 2015. Þá var Sigmundur Davíð forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fóru einmitt fram á heimilinu að Minna Knarranesi. Sigmundur á svo víst sjálfur rætur að rekja til Knarraness samkvæmt frétt Víkurfrétta á sínum tíma.

Nokkrir netverjar hafa velt altaristöflunni fyrir sér undanfarinn sólarhring

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna