fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Sjáðu hvað þjóðin hafði að segja eftir leik: ,,Aldrei upplifað lélegri stemningu á landsleik“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. október 2021 20:57

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í kvöld. Hér neðst má sjá hvað íslenska þjóðin hafði upp á að bjóða á Twitter eftir leik.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta færi Íslands fékk Albert Guðmundsson eftir rúmlega tíu mínútur þegar hann skaut framhjá, þó úr nokkuð þröngri stöðu.

Nokkrum mínútum síðar gerði Jón Dagur Þorsteinsson mjög vel úti vinstra megin og bjó að lokum til fínt færi fyrir Viðar Örn Kjartansson. Sá síðarnefndi gat þó ekki gert sér mat úr því.

Armenar komust yfir á 35. mínútu með marki Kamo Hovhannisyan. Gestirnir fengu þá allt of mikinn tíma á boltanum við teig Íslendinga. Lauk það með fyrirgjöf sem uppskar mark Hovhannisyan. Þess skal getið að áður en Armenar skoruðu mark sitt átti Ísland augljóslega að fá hornspyrnu hinum megin á vellinum. Myndbandsdómgæsla dæmdi marki þó ekki af.

Stuttu síðar kom Henrikh Mkhitaryan sér í fína stöðu til að bæta við marki. Hann skaut þó framhjá.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik átti íslenska liðið góða sókn sem lauk með því að Þórir Jóhann Helgason lagði boltann fyrir á Ísak Bergmann Jóhannesson. Skot þess síðarnefnda fór þó beint á markvörð gestanna.

Við tók rólegur kafli, ekki benti margt til þess að Ísland myndi jafna. Á 77. mínútu jafnaði Ísak hins vegar leikinn. Albert kom boltanum þá út til hægri á Birki Má, hann kom sér inn á teiginn og renndi boltanum út á Ísak sem afgreiddi hann yfirvegað í markið.

Íslenska liðið efldist ekki nægilega mikið við jöfnunarmarkið, var ekki nálægt því að finna sigurmark. Armenar ógnuðu meira fram á við í lokin. Lokatölur hins vegar 1-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“