fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Flokkarnir fluttu tugmilljónir króna úr íslensku hagkerfi fyrir kosningar

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 28. september 2021 19:00

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingar frá stjórnmálaflokkunum hafa verið áberandi síðustu vikur enda kosningar til Alþingis nýafstaðar. Flokkarnir voru misfrumlegir og fóru ólíkar leiðir í auglýsingunum en það var líka töluvert mismunandi hversu miklu þeir eyddu í auglýsingar á Facebook.

Flokkur fólksins eyddi mestu í Facebookauglýsingar á tímabilinu 28. ágúst til 26. september eða 5,6 milljónum. Þar á eftir kom Miðflokkurinn með 4,9 milljónir og síðan Sjálfstæðisflokkurinn með 3.3. Tölurnar miðast við auglýsingaskýrslu frá Facebook.

Tekið skal fram að þarna er miðað við aðalsíður flokkanna en flestir hafa flokkarnir ýmsar undirsíður sem kaupa auglýsingar til viðbótar við þetta, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, Píratar í Norðavesturkjördæmi og Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi.

Þeir níu flokkar sem náðu kjöri á þing eyddu alls tæpum 20 milljónum króna í auglýsingar á aðalsíðum sínum á Facebook síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Þingflokkarnur eru að langstærstu leyti fjármagnaðir með opinberu fé.

Facebook er erlent stórfyrirtæki sem greiðir enga skatta hér á landi og því má segja að stjórnmálaflokkarnir hafi flutt tugi milljóna króna úr íslensku hagkerfi á síðustu vikum.

Þeir einstöku frambjóðendur sem eyddu mestu á Facebook á sama tímabili sjást í meðfylgjandi töflu. Tveir ráðherrar Framsóknar eru þar efstir, Ásmundur Einar Daðason sem eyddi 583 þúsund krónum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem eyddi 314 þúsundum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við RUV í maí vona að samstaða náist innan OECD um samræmda skattlagningu á alþjóðlega miðla eins og Facebook og Google. Miklir hagsmunir séu í húfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns