fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Enski úrvalsdeildin: Glæsilegur sigur Arsenal gegn erkifjendunum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 17:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann glæsilegan sigur á Tottenham í leik í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka. Um sjálfan Norður-Lundúnaslaginn var að ræða.

Emile Smith-Rowe kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Eftir gott samspil liðsins renndi Bukayo Saka boltanum á Smith-Rowe sem skoraði.

Arsenal var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og bætti Pierre-Emerick Aubameyang við öðru marki. Smith-Rowe sendi boltann þá út á Gabon-manninn eftir góða skyndisókn og hann skoraði.

Þriðja Arsenal kom á 34. mínútu. Saka fékk þá boltann út á hægri, skaut að marki en Harry Kane renndi sér fyrir hann. Saka fékk boltann þó aftur og skoraði.

Tottenham virtist ekkert ætla að ógna forystu Arsenal seinni hálfleik en á 79. mínútu minnkaði Heung-Min Son muninn. Hann stýrði þá fyrirgjöf Sergio Reguilon í netið.

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, þurfti einu sinni að verja svakalega eftir skot frá Lucas Moura. Tottenham komst þó ekki nær heimamönnum. Lokatölur 3-1.

Þetta var þriðji sigur Arsenal í röð. Liðið er í tíunda sæti með 9 stig.

Tottenham hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð. Liðið er einnig með 9 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“