fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Enski úrvalsdeildin: Glæsilegur sigur Arsenal gegn erkifjendunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 17:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann glæsilegan sigur á Tottenham í leik í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka. Um sjálfan Norður-Lundúnaslaginn var að ræða.

Emile Smith-Rowe kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Eftir gott samspil liðsins renndi Bukayo Saka boltanum á Smith-Rowe sem skoraði.

Arsenal var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og bætti Pierre-Emerick Aubameyang við öðru marki. Smith-Rowe sendi boltann þá út á Gabon-manninn eftir góða skyndisókn og hann skoraði.

Þriðja Arsenal kom á 34. mínútu. Saka fékk þá boltann út á hægri, skaut að marki en Harry Kane renndi sér fyrir hann. Saka fékk boltann þó aftur og skoraði.

Tottenham virtist ekkert ætla að ógna forystu Arsenal seinni hálfleik en á 79. mínútu minnkaði Heung-Min Son muninn. Hann stýrði þá fyrirgjöf Sergio Reguilon í netið.

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, þurfti einu sinni að verja svakalega eftir skot frá Lucas Moura. Tottenham komst þó ekki nær heimamönnum. Lokatölur 3-1.

Þetta var þriðji sigur Arsenal í röð. Liðið er í tíunda sæti með 9 stig.

Tottenham hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð. Liðið er einnig með 9 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir