fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 15:34

Albert Gudmundsson / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir íslenskir leikmenn hafa leikið með sínum liðum í Evrópu það sem af er degi.

Danmörk – Efsta deild karla

Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu í 1-0 sigri gegn Randers á heimavelli.

Midtjylland er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir tíu leiki.

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn fyrir OB í 1-1 jafntefli gegn Viborg á útivelli.

OB er í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir tíu leiki.

Danmörk – Efsta deild kvenna

Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn og skoraði eina mark Bröndby í 3-1 tapi gegn Thisted.

Bröndby er í fjórða sæti af átta liðum. Liðið er með 10 stig eftir sjö leiki.

Danmörk – B-deild karla

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens og lék í rúman klukkutíma í 2-1 sigri gegn Nyköbing.

Horsens er í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki.

Holland – Efsta deild

Albert Guðmundsson lék í rúman klukkutíma í 5-0 sigri gegn GAE.

AZ er í ellefta sæti með 6 stig eftir sex leiki.

Svíþjóð – B-deild

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg og lék stærstan hluta leiksins í 2-1 tapi gegn Öster á útivelli.

Helsingborg er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig eftir 22 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sendir stuðningsmönnum Arsenal kveðju – Á förum eftir átta ár hjá félaginu

Sendir stuðningsmönnum Arsenal kveðju – Á förum eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
433Sport
Í gær

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun