fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Arsenal tilbúið að taka enn frekar til í markvarðamálum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 18:00

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun ekki standa í vegi fyrir markverðinum Bernd Leno, vilji hann fara frá félaginu í janúar. 90min segir frá þessu.

Enska félagið keypti Aaron Ramsdale frá Sheffield United á um 30 milljónir punda skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót.

Leno byrjaði þó fyrstu þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Í síðustu tveimur leikjum hefur Ramsdale þó staðið í rammanum og gert vel, haldið hreinu í báðum leikjum.

Samningur hins 29 ára gamla Leno rennur út eftir tæp tvö ár. Ekki er útlit fyrir að hann verði framlengdur.

Arsenal veitti tveimur ungum markvörðum atvinnumannasamninga á dögunum, þá Arthur Okonkwo og Karl Hein. Sá fyrrnefndi er tvítugur og sá síðarnefndi 19 ára. Félagið telur þá tilbúna til að veita Ramsdale samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar, fari Leno.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er einnig á mála hjá Arsenal. Hann er þó á láni hjá Leuven í Belgíu sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak