fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Vanda Sigurgeirsdóttir sækist eftir því að verða næsti formaður KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 10:22

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd/Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ í febrúar þegar nýr formaður veðrur kjörinn.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður eftir að sambandið var sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Stjórnin sagði af sér degi síðar.

Bráðabirgðarstjórn mun taka við hjá KSÍ í næsta mánuði en ný stjórn og formaður verður svo kjörinn á næsta ársþingi í febrúar.

„ Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. Þetta var ekki einföld ákörðun en af vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram,“ skrifar Vanda í yfirlýsingu á Facebook.

Vanda átti farsælan feril sem knattspyrnukona, bæði með félagsliði og landsliði.

Yfirlýsing Vöndu:
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. Þetta var ekki einföld ákörðun en af vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak