fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Kjartan Henry tjáir sig eftir lætin í gær – „Ekki í lagi og biðst aftur afsökunar á því“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í gær. KR tók á móti Víkingum á Meistaravöllum í efstu deild karla í gær.. Kjartan Henry kom KR yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir frábæran bolta frá Kennie Chopart.

Meira:
Sjáðu augnablikið þegar Kjartan virðist kýla Þórð í gær: „Þarf samt ekki að ræða hvað þetta er léleg hnefasamloka?“

Atli Barkarson jafnaði metin stuttu síðar með frábæru skoti. Víkingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og uppskáru á 87. mínútu er Helgi Guðjónsson kom knettinum í netið.

Ótrúleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk vítaspyrnu og þá varð allt brjálað og Kjartan Henry Finnbogason sá rautt. Pálmi Rafn tók spyrnuna en lét Ingvar Jónsson verja frá sér og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá Víkingum.

Sjáðu augnablikið þegar Kjartan virðist kýla Þórð í gær: „Þarf samt ekki að ræða hvað þetta er léleg hnefasamloka?“

Kjartan virðist á myndbandi kýla Þórð Ingason varamarkvörð Víkings og var vikið af velli. „Lét kappið bera fegurðina ofurliði í gær, ásamt fleirum. Ekki í lagi og biðst aftur afsökunar á því. Mikill hiti og mikið undir. Víkingar frábærir og óska þeim aftur alls hins besta,“ skrifar Kjartan en Víkingur fór á topp deildarinnar með sigri, þegar ein umferð er eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“