fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ofsi í Óla ufsa – Frambjóðandi Sósíalista missir stjórn á sér – „Viðurstyggilega, viðbjóðslega mannkerti“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. september 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Sigurvin Jónsson, betur þekktur sem Fíllinn, kveðst íhuga að stefna frambjóðanda Sósíalistaflokksins, Ólafi Jónssyni – betur þekktum sem Óli ufsi – fyrir meiðyrði eftir að þeim tveim lenti saman í athugasemdum á Facebook.

Svona tala Sósíalistar um fólk

Málið má rekja til þess að Þórhallur átti í orðaskiptum á Facebook-síðu Ólafs, sem skipar fjórða sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður,  um Samherjamálið, en Þórhallur virðist ekki trúa því að Samherjamálið sé til. Lenti hann þar í orðaskiptum við Kára Jónsson verkamann sem skipar 16. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.

Fór það svo að Kári kallaði Þórhall meðal annars „ómerkilegan skítaplebba“.

Þórhallur tók þessi ummæli stinnt upp og vakti athygli á athugasemd Kára á sinni eigin Facebook-síðu. „Svona tala sósíalistar um fólk,“ skrifaði hann og deildi athugasemdinni. Hann merkti svo Ólaf í færslunni – þar sem athugasemdin hafði fallið á hans Facebook-síðu.

„Ertu að leggja mér orð í munn?“

Ólafur brást hinn reiðasti við. Tók hann því þannig að þar sem Þórhallur merkti hann í færslunni væri því haldið fram að athugasemdin hefði komið frá honum.

„ERTU AÐ LEGGJA MÉR ORÐ Í MUNN DRUSLAN ÞÍN? Þú ert sannarlega á lægra plani en ég leyfði mér að ímynda mér. Vertu blessaður viðurstyggilega viðbjóðslega mannkerti,“ skrifar Ólafur, sem er óskemmt, í athugasemd.

Þórhallur svaraði Ólafi í annarri athugasemd þar sem hann skýrði málið og sagði að ummæli Ólafs dæmdu sig sjálf. Sagði hann það ráðgátu hvernig maður eins og Ólafur geti verið í framboði.

„Vek athygli á svari frambjóðanda Sósíalista. Það kemur hvergi fram að hann hafi skrifað þau orð sem ég sýndi hér. Heldur taggaði ég hann því þetta er af veggnum hans. Komment hans dæmir sig svo sjálft. Að þessi maður sé í framboði er mér hulin ráðgáta enda ég víst bæði viðurstyggilegur og viðbjóðslegur.“

Viðurstyggilegt mannkerti

Ólafur sneri þá aftur á eigin Facebook-síðu og greindi þar fylgjendum sínum frá því að hann hafi lokað á Þórhall á Facebook.

„Bara svo það sé sagt þá henti ég út viðurstyggilegu mannkerti sem kallar sig Sigurvin Fíllinn sem lagði mér orð í munn.“

Hann hélt svo áfram í athugasemd:

„Maður reynir að svara fólki kurteisislega og vera málefnalegur. En þá kemur persóna eins og þetta viðrini og svarar öllu út í hött og hér eingöngu til að sýna hversu viðbjóðslega innréttaður hann er. Sem betur fer eru ekki margir svona viðbjóðslegir og óheiðarlegir á ferðinni.“

Þrátt fyrir að Ólafur hafi lokað á Þórhall fékk hann veður af ofangreindum ummælum og segist hann ætla að leita réttar síns.

„Hann heldur áfram að ausa í mann skít. Nú er mér nóg boðið og mun kæra hann fyrir ærumeiðingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki