fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Leynifundur í Manchester fyrir frumsýningu Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram leynifundur í Manchester í dag þar sem stjórnarmenn og þjálfarar Manchester United væru. Þar var einnig Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri félagsins.

Ferguson var á svæðinu ásamt Ole Gunnar Solskjær og Ed Woodward stjórnarformanni félagsins.

Woodward hefur ekki enn mætt á heimaleiki félagsins eftir að það mistókst að setja Ofurdeildina af stað síðasta sumar.

Richard Arnold stjórnarmaður félagsins var einnig mættur og sömuleiðis David Gill fyrrum stjórnarformaður félagsins.

Ekki er algent að þessir menn mæti saman og ræði málin, málefni Manchester United og framtíðin er sögð hafa verið ofarlega á blaði.

Mennirnir snæddu saman á The Ivy í Spinningfields hverfinu í Manchester sem er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í borginni. Ætla má að endurkoma Cristiano Ronaldo hafi borið á góma en frumsýning hans er gegn Newcastle um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“