fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Með glás af læknadópi í nærbuxunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 15:06

Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru handteknir í lok ágústmánaðar er þeir reyndu að smygla samtals 833 töflum af lyfinu oxycontin inn í landið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Höfðu mennirnir komið töflunum fyrir í pokum undir næxbuxum sínum.

Mennirnir tveir eru erlendir. Húsleit var gerð hjá manni sem talinn er tengjast málinu og fundust þar fíkniefni og sterar.

Fyrr í ágústmánuði fundust yfir 1300 töflur af oxycontin sem hann hafði komið fyrir í nærfatnaði sínum. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Tveir erlendir karlmenn voru staðnir að því í lok síðasta mánaðar að reyna að smygla inn í landið 833 oxycontintöflum. Tollverðir stöðvuðu þá við komuna til landsins frá Varsjá í Póllandi. Töflunum höfðu þeir komið fyrir í pokum í nærbuxum sínum.

Þeir voru handteknir og sættu skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Húsleit var gerð hjá karlmanni sem talinn var tengjast hinum tveim ofangreindu og fundust þar meint fíkniefni og sterar. Að auki talsverðir fjármunir sem voru haldlagðir.

Fyrr í síðasta mánuði  handtók lögreglan erlendan karlmann á Keflavíkurflugvelli. Við líkamsleit á honum við komuna frá Gdansk í Póllandi fundu tollverðir 1301 töflu af oxycontin sem hann hafði komið fyrir undir nærfatnaði sínum.  Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Þá var íslenskur karlmaður handtekinn, einnig í ágústmánuði, þegar hann reyndi að smygla amfetamíni til landsins. Tollverðir fundu pakkningu með efninu í tösku hans við komuna frá Amsterdam í Hollandi. Þá fannst einnig lítið ílát með meintu amfetamíni við líkamsleit á honum. Hann var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns