fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

„Lýðræðinu stafar hætta af spillingunni“: Landsmenn telja spillingu mikið vandamál í íslenskum stjórnmálum

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. september 2021 12:00

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMR gerði á dögunum könnun fyrir Sósíalistaflokkinn er varðaði spillingu í stjórnmálum hér á landi. Niðurstaðan var sú að 30 prósent landsmanna telja spillingu vera mjög mikið vandamál í íslenskum stjórnmálum og 32 prósent að spilling sé frekar mikið vandamál.

2Þá eru einungis 3 prósent sem telja spillingu vera mjög lítið eða ekkert vandamál í stjórnmálum og 11 prósent frekar lítið vandamál. 22 prósent eru beggja blands.

Þetta kemur fram á síðu Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, deildi færslunni á Facebook-síðu flokksins.

Hann sagði þar að ljósi þess að samanlögð 62 prósent telji spillingu heldur mikið vandamál, og samanlögð 14 prósent líti á hana sem lítið eða ekkert vandamál, sé ljóst að það sé ríkjandi hugmynd meðal almennings að stjórnmálin á Íslandi séu spillt.

„Ef við berum saman þessi 62% sem telja að spilling sé mikið vandamál í íslenskum stjórnmálum við þau 14% sem telja spillinguna vera lítið vandamál er augljóst að það er ríkjandi hugmynd meðal almennings að stjórnmálin séu spillt. Svo ríkjandi að lýðræðinu stafar hætta af spillingunni og tortryggni almennings gagnvart stjórnmálunum.“ skrifar hann.

Áhersla sett á Sjálfstæðisflokkinn

Í færslu Sósíalistaflokksins er betur gert grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar. Þar er sérstaklega fjallað um viðhorf Sjálfstæðisfólks til spillingar, en sá hópur skar sig frá hinum. Einungis 22 prósent þeirra líta á spillingu sem mjög mikið eða frekar mikið vandamál í stjórnmálum hér á landi.

Þá segja 40 prósent sjálfstæðisfólks að spilling sé mjög lítið, eða frekar lítið vandamál, en ef aðrir flokkar yrðu skoðaðir saman á sama hátt næði það átta prósentum.

Í færslu Sósíalistaflokksins segir:

„Sjálfstæðisflokksfólk er eins og sérstakur þjóðflokkur þegar kemur að afstöðu til flestra samfélagsmála, sker sig rækilega frá meginþorra landsmanna. Og það sem er svo undarlegt er að oftast er það sem afstaða Sjálfstæðisflokksfólks sem ræður ferðinni á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið