fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool hættir – Þetta eru 10 bestu viðskipti hans

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 21:00

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Edwards ætlar að hætta sem yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool eftir 10 ár hjá félaginu að því er segir í frétt The Athletic. Hann er afar vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins en hann hefur náð að knýja í gegn ansi góð félagsskipti. Mirror tók saman 10 bestu „dílana“ hans hjá Liverpool.

1. Philippe Coutinho
Klárlega ein bestu viðskipti Edwards voru að ná að selja Coutinho fyrir 142 milljónir punda til Barcelona. Fyrir þann pening gat Liverpool keypt púslin sem vantaði í liðið og eftir það vann Liverpool Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina.

2. Virgil Van Dijk
Hann kostaði sitt en áhrifin sem hann hafði voru svakaleg. Hann náði loks að líma saman vörn Liverpool sem hafði lekið inn mörkum árum saman og átti stóran þátt í titlum Liverpool 2019 og 2020.

3. Mohamed Salah
Salah er ótrúlegur markaskorari og hefur raðað inn mörkum fyrir Liverpool. Hann var keyptur frá Roma fyrir aðeins 37 milljónir punda.

4. Andrew Robertson
Einn besti vinstri bakvörður í heimi kom til Liverpool fyrir aðeins 8 milljónir punda sem verður að segjast að eru algjör kostakjör.

5. Rhian Brewster
Brewster spilaði aldrei deildarleik fyrir Liverpool en var samt seldur til Sheffield United fyrir 23,5 milljónir punda.

6. Dominik Solanke
Ein ótrúlegasta sala sem Edwards náði að knýja í gegn. Solanke gat ekkert hjá Liverpool en var samt seldur fyrir 20 milljónir punda til Bournemouth árið 2018.

7. Sadio Mane
Það voru ekki allir sáttir þegar Mane var keyptur til Liverpool fyrir 35 milljónir punda en hann hefur slegið í gegn hjá félaginu og væri miklu dýrari í dag.

8. Alisson
Markvarðarstaðan hafði verið mikið vandamál fyrir Liverpool í nokkur ár og því var koma Alisson nákvæmlega það sem félagið þurfti. Hann var um tíma dýrasti markmaður sögunnar en hefur svo sannarlega skilað sínu.

9. Fabinho
Fabinho hefur verið frábær síðan hann kom árið 2018 og stimplað sig inn sem einn besti djúpi miðjumaðurinn í deildinni og kostaði töluvert minna en aðrir í þeirri stöðu í deildinni.

10. Jordon Ibe
Jordon Ibe var gríðarlega efnilegur á sínum tíma og talinn næsti Raheem Sterling. Það rættist þó ekki svona vel úr kappanum og þótti ótrúlegt þegar Edwards náði að selja hann fyrir 15 milljónir punda til Bournmouth sem var þá metfé fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Í gær

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni