fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Roy Keane heldur áfram að gagnrýna Manchester United – „Kæmist einhver þeirra í byrjunarlið Liverpool?“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 18:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. Liðið spilaði gegn Wolves í gær og vann 1-0 sigur þrátt fyrir að hafa átt slakan leik. Roy Keane hefur gagnrýnt liðið upp á síðkastið og hélt áfram eftir sigurleikinn í gær.

„Það er svo erfitt að treysta á lykilleikmenn Manchester United. Pogba er hæfileikaríkur en maður getur sett spurningamerki við hann varnarlega,“ sagði Roy Keane á Sky Sport.

„Ég vil ekki nefna Fred aftur því ég gagnrýni hann stöðugt en stundum þegar þú ert miðjumaður í stóru félagi þá verðuru annað hvort að vera frábær sóknarlega eða varnarlega eða stórkostlegur íþróttamaður. Hann er ekki með neinn þessara eiginleika.“

Keane var þá spurður að því hvaða leikmenn Manchester United gætu helst tapað stigum fyrir liðið á tímabilinu.

„Ég held að McTominay gæti verið sá leikmaður, auk Matic og De Gea. Myndi einhver þessara leikmanna komast nálægt byrjunarliðum Manchester City, Chelsea eða Liverpool?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga