Ainsley Maitland-Niles samherji Rúnars Alex Rúnarssonar hjá Arsenal er verulega ósáttur með félagið og þá staðreynd að félagið vilji ekki leyfa honum að fara.
Everton reynir nú að klófesta Maitland-Niles sem var á láni hjá West Brom á síðustu leiktíð.
Fram kom í fréttum í morgun að Arsenal hafi ákveðið að leyfa Maitland-Niles ekki að fara og að hann hefði hlutverki að gegna hjá Mikel Arteta í vetur.
Maitland-Niles á erfitt með að sætta sig við það og fer þá leið að fara á Instagram og segir. „Það eina sem ég vil er að fara þangað sem krafta minna er óskað og þar sem ég spila,“ skrifar leikmaðurinn og merkir Arsenal inn á myndina.
Ætla má að þetta útspil Maitland-Niles verði til þess að Arsenal hugsi sinn gang og leyfi ósáttum leikmanni að fara.