fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Tveir leikmenn teknir úr hóp landsliðsins

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 18:42

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikmenn hafa verið teknir úr íslenska landsliðinu. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, í samtali við Vísir í dag.

Þetta kemur í kjölfarið af yfirlýsingu stjórnar KSÍ í dag, þar segir að þolendum ofbeldis verði trúað. Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins mun greina frá um hvaða leikmenn er að ræða.

Íslenska landsliðið er á leið í þrjá heimaleiki, sá fyrsti er á fimmtudag gegn Rúmeníu í undakeppni HM.

Gísli sagði við Vísir að búið væri að tilkynna leikmönnunum tveimur að þeir yrðu ekki með gegn Rúmeníu eða í þessu verkefni.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í dag. Stjórn KSÍ hefur fundað alla helgina. Guðni hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV á föstudag og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna vegna málsins í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi á fimmtudag sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna. Umræddur landsliðsmaður greiddi Þórhildi bætur vegna málsins. Guðni hafð ítrekað fullyrt að engar ábendingar um svona hegðun landsliðsmanna hefðu komið á borð KSÍ undir hans stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár