Nokkrir íslenskir leikmenn komu við sögu með sínum liðum í Svíþjóð og Hollandi fyrr í dag.
Svíþjóð – Efsta deild karla
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar 10 mínútur lifðu leiks í 0-3 sigri Elfsborg gegn Kalmar. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk Elfsborg í leiknum.
Elfsborg er í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig eftir 17 leiki. Liðið er 3 stigum á eftir toppliði AIK.
Jón Guðni Fjóluson stóð vaktina í vörn Hammarby í 2-1 sigri á Malmö.
Hammarby er í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig.
Svíþjóð – Efsta deild kvenna
Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea í 3-0 tapi gegn Eskilstuna. Henni var skipt af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.
Pitea er í tíunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er 7 stigum fyrir ofan fallsæti.
Holland – Efsta deild karla
Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður fyrir AZ Alkmaar þegar hálftími lifði leiks í 1-3 sigri gegn Heerenveen.
AZ er með 3 stig eftir tvo fyrstu leiki tímabilsins.