fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Manchester United-goðsögn segir komu Ronaldo ekki nóg til að berjast um titla – ,,Held ekki í eina sekúndu að þetta verði nóg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 16:27

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United-goðsögnin Roy Keane er ánægður með að Cristiano Ronaldo sé kominn aftur til félagsins. Hann telur komu portúgalska snillingsins þó ekki nóg fyrir Man Utd til að vinna Englandsmeistaratitilinn.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo sneri aftur til Man Utd á föstudag. Hann er lifandi goðsögn hjá félaginu eftir að hafa verið á mála þar á árunum 2003 til 2009. Á fyrri tíma sínum á Old Trafford varð Man Utd til að mynda Englandsmeistari í þrígang ásamt því að sigra Meistaradeild Evrópu.

Keane segir koma Ronaldo frábærar fréttir fyrir bæði Man Utd og ensku úrvalsdeldina.

,,Þetta eru frábærar fréttir fyrir United, fyrir stuðningsmennina og úrvalsdeildina. Ég er ekki í neinum vafa um það að hann er enn leikmaður í heimsklassa.“

,,Hann er klár náungi. Hann er að snúa aftur til þess að sigra titla. Hann mun koma með sigurhugarfar í klefann. Við vitum að hann er í svakalegu formi. Hann hefur auðvitað breytt leikstíl sínum undanfarin ár. Hann er einn gáfaðasti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð.“

Eftir að hafa lofsamað Ronaldo sagði Keane þó að koma hans muni ekki skilja á milli þess hvort að Man Utd vinni titla eða ekki.

,,Ég efast um að hann muni gera útslagið þegar kemur að því að vinna titla. Vandamál Man Utd eru enn til staðar, með eða án hans. Vandamálið er markvarslan og miðjan. Ég sé margt jákvætt við þetta en ég held ekki í eina sekúndu að þetta verði nóg til þess að liðið verði Englandsmeistari.“

Roy Keane /GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning