fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fyrsta tap Freys kom gegn Íslendingaliði – Stefán Teitur lagði upp tvö í sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 14:00

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í danska boltanum í leikjum sem nú er nýlokið.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og lagði upp bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Randers í efstu deild. Stefán lék stærsta hluta leiksins.

Silkeborg er í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki.

Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði Sonderjyske í 2-2 jafntefli gegn Viborg í sömu deild. Hann lék í rúma klukkustund.

Sonderjyske er í níunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir sjö leiki.

Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku B-deildinni gegn Horsens á heimavelli. Lokatölur urðu 1-2. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður fyrir Lyngby og spilaði í um 20 mínútur. Aron Sigurðarson sat allan leikinn á varamannabekk Horsens.

Lyngby er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki. Liðið er 3 stigum á eftir toppliði Helsingör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning