fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hanna Björg frétti af annarri hópnauðgun landsliðsmanna í morgun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 12:18

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segist síðast í morgun (sunnudaginn 29. ágúst) hafa frétt af hópnauðgun sem landsliðsmenn í knattspyrnu hafi gerst sekir um. Segir hún að móðir stúlku sem hafi orðið fyrir hópnauðgun landsliðsmanna fyrir nokkrum árum hafi haft samband við sig í morgun. Hanna Björg segist vita hverjir gerendurnir eru.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Spengisandi á Bylgjunni í morgun.

Hanna Björg skrifaði grein fyrir rúmlega hálfum mánuði þar sem hún vakti athygli á reynslusögu konu sem sakaði tvo þekkta menn um nauðgun gegn sér árið 2010 í frásögn á Instagram. Hanna Björg kallaði eftir því að KSÍ axlaði ábyrgð í málinu og varaðist þöggun. KSÍ svaraði með nafnlausri tilkynningu þar sem því var vísað á bug að sambandið þaggaði niður kynferðisbrotamál.

Hanna Björg segir að þolendur þori ekki að nafngreina gerendur af ótta við fjárkúgun lögfræðinga og að vera úthrópaðir í kommentakerfum.

„Við erum meðvirk með viðbjóðslegum glæpum sem hafa svívirðilegar afleiðingar,“ sagði hún, og ennfremur: „Spjótin standa núna á KSÍ. Þetta er samfélagslegt mein sem við verðum að halda áfram að tala um þangað til það breytist.“

Hanna Björg bendir á að hún hafi ekki vitað um mál Þórhildar Gyðju Arnardóttur sem steig fram í viðtali við RÚV á föstudagskvöld vegna máls landsliðsmanns frá árinu 2017, þegar hún hóf að blanda sér í þessa umræðu. Þórhildur varð fyrir kynferðis- og ofbeldisárás landsliðsmanns á skemmtistað í Reykjavík árið 2017. Leikmaðurinn játaði brot sitt og greiddi skaðabætur vegna þess. Þórhildi blöskraði framganga Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, er hann sagði að engar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna hefðu borist KSÍ, í viðtali við RÚV kvöldið áður. Upplýsingar Þórhildar leiddu í ljós að Guðna og starfsfólki KSÍ var vel kunnugt um mál landsliðsmannsins.

Hanna Björg segist ekki vita hvort væri verra ef formaðurinn, stjórn og starfsfólk KSÍ vissi ekkert um þessi mál eða þegðu þau í hel. Þau væru ekki starfi sínu vaxin ef þau vissu ekki af þessum málum. „En auðvitað vita þau af þessu,“ sagði hún.

„Þó að spjótin standi núna á KSÍ þá er þetta samfélagslegt mein sem við verðum að halda áfram að tala um þangað til það breytist,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir enn fremur í viðtali við Sprengisand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Í gær

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar