fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Styttur afhjúpaðar af tveimur goðsögnum Manchester City

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur afhjúpað styttur af tveimur goðsögnum félagsins, þeim Vincent Kompany og David Silva.

Stytturnar voru reistar fyrir framan Ethiad völlinn og komu fyrst í ljós þegar sólin reis á laugardagsmorgun.

Það verður einnig reist stytta af Sergio Aguero á næsta ári en Argentínumaðurinn, sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir Manchester City frá upphafi, yfirgaf félagið fyrr í sumar eftir 10 ára veru.

Verðlaunasmiðurinn Andy Scott smíðaði stytturnar úr stáli í stúdíói sínu í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Styttan af Kompany er endurgerð af fagni hans eftir að flautað var til leiksloka í leik City og Leicester í maí 2019, stuttu eftir að Kompany hafði skorað sigurmark leiksins.

Styttan af Silva sýnir Spánverjann með bolta límda við fætur en það var ósjaldgæf sjón fyrir aðdáendur City á þeim 10 árum sem Silva lék fyrir félagið.

Ég vona að stytturnar kalli fram minningar um frábæra tíma með mönnunum tveimur yfir áratugsbil,“ sagði Khaldoon al Mubarak, stjórnarformaður félagsins. „Við hlökkum til að heiðra arfleifð Sergio Aguero á sama hátt á næsta ári.“

Myndir af styttunum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum